2023
Kom, fylg mér – Verkefni
Mars 2023


Kom, fylg mér Verkefni,“ Barnavinur, mars 2023, 6–7.

Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld, ritningarnám eða bara til ánægju!

Stormurinn

Drengur og stúlka leika á teppi með bolta

Myndskreyting: Katy Dockrill

Fyrir Matteus 8; Markús 2–4; Lúkas 7

Frásögn: Lesið frásögnina um Jesú Krist stilla storminn á síðu 46 eða í Markús 4:36–41. Ræðið hvernig Jesús færir ykkur frið.

Söngur: „Í faðmi frelsarans“ (Barnasöngbókin, 42)

Verkefni: Standið í hring og haldið í hliðarnar á teppi. Setjið bolta á teppið og veltið honum varlega fram og til baka, eins og bátur vaggar á öldum. Skiptist á við að segja hópnum að herða á, hægja á eða „hafa hljótt um sig.“

Ágiskunarleikur með kraftaverk

Litrík blöð í þreföldu broti

Fyrir Matteus 9–10; Markús 5; Lúkas 9

Frásögn: Jesús Kristur gerði mörg kraftaverk. Hann læknaði mann sem gat ekki gengið. Hann lífgaði við dána stúlku. Hann læknaði blinda menn. (Sjá Matteus 9.) Hvaða fleiri kraftaverk gerði Jesús?

Söngur: „Segðu mér sögur um Jesú“ (Barnasöngbókin, 36)

Verkefni: Skrifið einhver kraftaverka Jesú á blaðræmur og setjið þær í skál. Dragið blaðræmu, lesið kraftaverkið á henni og teiknið mynd af því. Hinir geta giskað á um hvaða kraftaverk er að ræða.

Samvinna

Tvö börn halda á körfu

Fyrir Matteus 11–12; Lúkas 11

Frásögn: Jesús Kristur sagði: „Mitt ok er ljúft og byrði mín létt“ (Matteus 11:30). Ok gerir tveimur dýrum kleift að draga eitthvað saman. Þegar við veljum að fylgja Jesú, getur hann hjálpað okkur með þrengingar okkar.

Söngur: „Væri frelsarinn við hlið mér” (KirkjaJesuKrists.is)

Verkefni: Biðjið einhvern að færa þungan hlut um herbergið. Látið viðkomandi síðan færa hlutinn með hjálp einhvers. Ræðið um það hvernig byrðar okkar eru léttari þegar við leitum til frelsarans eftir hjálp.

Skrifið ykkar eigin dæmisögu!

Glósubók og blýantur

Fyrir Matteus 13; Lúkas 8; 13

Frásögn: Jesús kenndi fagnaðarerindið með því að nota frásagnir sem kallast „dæmisögur.“ Ein saga sem hann sagði var um það hvernig lítið sáðkorn getur orðið að stóru tré (sjá Matteus 13:31–32). Hvað var hann að kenna? Hvaða fleiri dæmisögur kenndi Jesús?

Söngur: „Þá hlusta vel á hjarta mitt” (KirkjaJesuKrists.is)

Verkefni: Dæmisögur geta hjálpað okkur að skilja fagnaðarerindið betur. Farið á síðu 8 til að skrifa ykkar eigin dæmisögu. Miðlið fjölskyldumeðlimum eða vinum dæmisögunni.

Meira en nóg

Brauðhleifar

Fyrir Matteus 14; Markús 6; Jóhannes 5–6

Frásögn: Eitt sinn varði Jesús Kristur heilum degi við að kenna fólki. Allir voru svangir. Það hafði þó aðeins fimm brauðhleifa og tvo fiska. Jesús blessaði brauðið og fiskana og lærisveinarnir dreifðu þeim til fólksins. Það varð nægur matur fyrir meira en 5000 manns! (Sjá Matteus 14:15–21).

Söngur: „Mig langar að líkjast Jesú,“ (Barnasöngbókin, 40)

Verkefni: Búið til uppáhalds brauðuppskriftina ykkar eða notið þá sem er á síðu 8. Gætið að því hvernig nokkuð eins smátt og ger stækkar allt brauðið. Hvernig hefur Jesús gert lítil verk ykkar stór?