2023
Vandinn að deila með öðrum
Mars 2023


„Vandinn að deila með öðrum,“ Barnavinur, mars 2023, 36–37.

Vandinn að deila með öðrum

„Að deila með öðrum, er leið til að sýna fólki að okkur þykir vænt um það.“

Ljósmynd
Bræður deila saman poppkorni og sushi

Kruns, kruns, kruns Andrew kyngdi popporni og fékk sér aðra handfylli.

Eldi bróðir hans, Caleb, hlussaði sér niður á sófann við hlið hans. „Hey, má ég fá líka?“

Andrew leit ekki af sjónvarpinu. „Nei.“

„Æi, láttu ekki svona. Þú getur deilt með mér.“

Caleb teygði sig í skálina, en Andrew kippti henni í burtu.

„Nei! Ég var búinn að segja þér það. Ekki spyrja aftur!“

„Gott og vel.“ Caleb stóð upp og fór út úr herberginu.

Daginn eftir fór Andrew inn í eldhúsið. Caleb var að búa til sushi með hrísgrjónum, sjávarþangi og niðursoðnu svínakjöti.

Andrew fékk vatn í munninn. „Má ég fá smá?“

„Nei,“ sagði Caleb.

Þetta gerði Andrew virkilega reiðan. Hann hljóp niður í kjallara til að klaga í pabba.

„Af hverju er Caleb svona eigingjarn?“ spurði hann.

Pabbi hnyklaði brýrnar. Í gær sá ég að þú vildir ekki gefa honum af poppkorninu. Af hverju ætti Caleb að vilja deila með þér eftir að þú vildir ekki deila með honum?“

„Af því að hann er bróðir minn!“ sagði Andrew.

„Af hverju vildir þú þá ekki deila með honum?“

„Hann deilir heldur aldrei með mér! „Ég bjó þetta líka til fyrir mig sjálfan, ekki hann,“ sagði Andrew. Honum leið samt svolítið illa. Kannski hafði það verið illa gert að deila ekki með honum.

„Vissir þú að í Kóreu er afar mikilvægt að deila með öðrum?“ spurði pabbi. Fjölskylda Andrews var frá Kóreu. „Að deila með öðrum, er leið til að sýna fólki að okkur þykir vænt um það. Ef þú því deilir ekki með öðrum, er það eins og að segja að þér sé sama um þau.“

Mér þykir þó vænt um Caleb.“

Andrew hugsaði um hvað Jesús hefði gert. Hann mundi eftir að Jesús elskaði alla – meira að segja þá sem voru ekki vingjarnlegir við hann.

„Ég held að ég ætli að deila með Caleb á morgun og sjá hvernig málin þróast,“ sagði hann við pabba.

Pabbi brosti. „Ég held að það sé frábær hugmynd.“

Þegar Andrew fór í rúmið um kvöldið, hugsaði hann um aðra góða hluti sem hann gæti gert fyrir Caleb. Hann var spenntur yfir að byrja að deila með honum!

Um morguninn vaknaði Andrew og varð undrandi. Caleb hafði búið til morgunverð bara fyrir hann!

„Pabbi ræddi við mig um að deila með öðrum,“ sagði Caleb. „Ég ætla að gera betur. Ég bjó því þetta til fyrir þig.“

„Takk!“ sagði Andrew. „Ég vil líka gera betur.“

Síðar sama dag horfðu Andrew og Caleb á bíómynd. Andrew leyfði Caleb að velja myndina. Hann bjó síðan til poppkorn bara fyrir Caleb! Hann horfði ofan í skálina. Það var eins og poppkornið segði: „BORÐAÐU MIG!“ Andrew fékk sér þó ekkert. „Hann fékk Caleb skálina og sagði: „Þú mátt borða þetta einn. Fyrirgefðu að ég gaf þér ekki síðast.“

Andrew deildi með Caleb alla vikuna. Hann leyfði Caleb að lesa bækurnar sínar. Hann leyfði Caleb að nota merkipennana sína. Hann leyfði Caleb að leika sér við uppáhalds leikfangið sitt. Hann leyfði Caleb jafnvel að gera tvisvar þegar þeir voru að spila.

Því meira sem Andrew deildi með Caleb, því meira deildi Caleb með honum! Svo fór að þeir voru sífellt að gera eitthvað fallegt fyrir hvor annan. Andrew vissi að himneskur faðir væri að hjálpa sér að deila með bróður sínum. Andrew var ekki fullkominn, eins og Jesús, en hann reyndi að líkjast honum meira dag hvern.

Þessi atburður gerðist í Bandaríkjunum.

Ljósmynd
PDF saga

Myndskreyting: Adam Howling

Prenta