2023
Bara Lillian
Mars 2023


„Bara Lillian,“ Barnavinur, mars 2023, 40–41.

Bara Lillian

Lillian vildi ekki vera sú eina sem væri í Stúlknafélaginu.

Ljósmynd
Döpur stúlka horfir að baki sér

Í dag var síðasti dagurinn hennar Lillian í Barnafélaginu. Lillian myndi sakna krakkanna í Barnafélaginu. Þau voru bara þrjú — tvær yngri stúlkur og litli bróðir hennar, Michael.

„Hvernig líður þér með að fara í Stúlknafélagið? spurði Barnafélagskennarinn hennar

„Ég get ekki beðið eftir að fara í bekk með eldri stúlkunum! sagði Lillian.

„Ég er fegin að þú ert spennt,“ sagði kennarinn hennar. „Hverjar verða annars með þér í Stúlknafélaginu?

Lillian hugsaði um eldri stúlkurnar í deildinni. Summer og Cova höfðu nýlokið grunnskóla. Fjölskylda Melvinu hafði flutt í burtu. Bíddu nú við. Sú eina sem var eftir var … bara Lillian.

Hvernig myndi Stúlknafélagsbekkurinn hennar verða? Bara kennararnir og hún? Það hljómaði óþægilega — og einmanalega. Lillian varð kvíðin að hugsa um það. Hún hnyklaði brýrnar. Hún vildi ekki verða ein í Stúlknafélaginu.

Það sem eftir lifði dags, hugsaði Lillian um að vera eina stúlkan í Stúlknafélaginu. Við kvöldmatinn hrærði hún í matnum á disknum sínum, án þess að borða hann. Hún muldraði þegar röðin kom að henni að lesa í ritningarnámi fjölskyldunnar.

Mamma lagði frá sér ritningarnar sínar. „Hvað er að?“ spurði hún.

Lillian andvarpaði. „Ég mun verða ein í Stúlknafélaginu!“

Mamma færði sig og settist hjá Lillian. Hún faðmaði hana. „Það verður ekki auðvelt,“ sagði hún. „Hvað getum við gert til að hjálpa þér?“

Lillian varð hugsi eitt augnablik. „Kannski gætum við beðið fyrir því að önnur stúlka flytji í deildina. Pabbi gæti líka veitt mér blessun.“

Pabbi brosti. „Þetta eru góðar hugmyndir.“

Fjölskyldan kraup til að biðjast fyrir. „Himneski faðir,“ byrjaði Lillian, „ég er fegin að ég fæ að fara í Stúlknafélagið. Ég vil ekki vera ein þar, en ef það er vilji þinn, þá er það í lagi. Viltu hjálpa mér að vita hvað ég get gert til að líða betur. Ef þú vilt innblása fjölskyldu með stúlku á mínum aldri til að flytja í deildina okkar, þá væri það líka dásamlegt.“

Eftir bænina, lagði pabbi hendurnar á höfuð hennar. „Ég blessi þig, að þú megir finna frið við að fara í Stúlknafélagið,“ sagði hann. „Himneskur faðir mun blessa þig þegar þú biður um hjálp hans.

Lillian fann fyrir friði. Hún var ekki enn viss um hvað hún gæti gert til að auðvelda sér að fara yfir í Stúlknafélagið. Hún vissi þó að himneskur faðir myndi hjálpa sér.

Ljósmynd
Stúlka hlýtur blessun

Á sunnudaginn var Lillian enn svolítið kvíðin. Hún mundi þó eftir friðinum sem hún fann eftir blessun pabba. Hún vissi að hún myndi vera í fínu lagi.

Á sakramentissamkomu tilkynnti biskup að systir Barns yrði nýi Stúlknafélagsforsetinn. Systir Barns stóð upp þegar nafn hennar var kallað. Lillian þekkti hana ekki, en hún virtist vingjarnleg.

Mamma hafði sagt að þegar hún var á aldri Lillian, varð Stúlknafélagsleiðtogi hennar einn af hennar bestu vinum. Ef til vill gætu Lillian og systir Barns orðið vinkonur! Það var svarið við bæn hennar.

Eftir sakramentissamkomu, fór Lillian í nýju kennslustofuna sína. Eldri stúlka stóð þar í ganginum.

„Hæ,“ sagði Lillian. „Ertu að heimsækja deildina okkar?“

Stúlkan hristi höfuðið. „Nei, fjölskyldan mín var að flytja hingað.“

Lillian brosti. „Velkomin í deildina okkar. Þetta er fyrsti dagurinn minn í Stúlknafélaginu.“ Hún og stúlkan settust í kennslustofunni. „Ég heiti Lillian.“

„Hvað ertu að segja!“ sagði nýja stúlkan. „Ég heiti líka Lillian!“

Lillian hló. Himneskur faðir hafði bænheyrt hana aftur. Ef til vill var það bara ekki svo einmanalegt að vera í Stúlknafélaginu.

Ljósmynd
Tvær stúlkur tala saman og halda á ritningum

Þessi saga gerðist í Ástralíu.

Ljósmynd
PDF saga

Myndskreyting: Sue Teodoro

Prenta