„Kveðja frá Kiribati!“ Barnavinur, mars 2023, 18–19.
Kveðja frá Kiribati!
Lærið um börn himnesks föður víða um heim.
Kiribati (kee-rú-bas) er eyland í Suður-Kyrrahafi. Um 120.000 manns búa þar.
33 eyjur
Kiribati eru litlar eyjar, dreifðar á hafsvæði sem nær yfir 1,4 milljón ferkílómetra (3,5 milljón km2)! Jarðarstaðsetning eyjanna setur þær á fyrsta tímabeltið til að sjá ljós nýs dags hvern dag.
Fallegar strendur
Á Kiribati eru margar strendur og pálmatré. Þar er hlýtt allan ársins hring.
Dæmi um birtu
Tæplega 20 prósent íbúa eru kirkjumeðlimir. Þeir eru góð fyrirmynd fyrir aðra sem búa á eyjunum.
Farðu á fiskveiðar!
Þar sem hafið umlykur eyjarnar, þá borðar fólk í Kiribati mikið af sjávarfangi. Kókos, hrísgrjón og grasker eru líka algeng.
Musteri í byggingu
Í október 2020 tilkynnti Russell M. Nelson forseti að musteri yrði reist í Kiribati! Svona mun það líta út.