2023
Friður frá frelsaranum
Mars 2023


„Friður frá frelsaranum,“ Barnavinur, mars 2023, 2–3.

Frá Æðsta forsætisráðinu

Friður frá frelsaranum

Tekið úr „Peace in This Life,“ Liahona, des. 2016.

Ljósmynd
Tvær stúlkur og drengur taka sakramentið

Myndskreyting: Dilleen Marsh

Frelsarinn sagði: „Í heiminum hafið þér þrenging“ (Jóhannes 16:33). Það merkir að erfiðir tímar munu eiga sér stað á jörðinni. Hann gaf okkur þó líka þetta loforð: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður“ (Jóhannes 14:27). Við getum fundið frið á erfiðleikatímum okkar, ef við fylgjum frelsaranum.

Þegar við meðtökum sakramentið, lofum við að hafa frelsarann í huga. Þið getið hugsað um hann á þann hátt sem hjálpar ykkur að finna nálægð hans. Stundum hugsa ég um hann krjúpandi í Getsemanegarðinum. Stundum sé ég hann fyrir mér kalla Lasarus úr gröfinni. Þegar ég geri það, finn ég nálægð hans. Ég finn fyrir þakklæti og friði. Þið getið það líka.

Jesús lofaði að þegar við höldum boðorð hans og fylgjum honum, mun heilagur andi vera með okkur. Þá getum við fundið frið, sama hvað gerist í lífi okkar.

Sögur um Jesú

Ljósmynd
Litasíða af Jesú Kristi á bæn í garði

Eyring forseti sagðist finna fyrir þakklæti og friði þegar hann hugsar um frelsarann í Getsemane. Hvaða sögur af Jesú hjálpa ykkur að finna nálægð hans?

Prenta