2023
Jesús Kristur var skírður
Mars 2023


„Jesús Kristur var skírður,“ Barnavinur, mars 2023, 24–25.

Sögur um Jesú

Jesús Kristur var skírður

Fjarlægið þessa síðu og brjótið hana saman til helminga. Haldið síðan myndinni á lofti meðan þið segið söguna.

málverk af Jesú að láta skírast af Jóhannesi skírara

Málverk: Greg Olsen

Jóhannes skírari var spámaður. Hann kenndi fólkinu um Jesú Krist. Dag einn var Jóhannes að skíra fólk í ánni Jórdan. Þá kom Jesús þar að. Hann bað Jóhannes að skíra sig.

Jesús sagði að himneskur faðir byði öllum að láta skírast. Hann vildi hlýða himneskum föður. Hann vildi setja okkur fordæmi.

Jóhannes skírði Jesú í ánni Jórdan. Þegar Jesús kom upp úr vatninu, heyrði fólkið rödd himnesks föður. Hann sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“

Við getum fylgt Jesú Kristi með því að láta skírast. Það gleður himneskan föður þegar við fylgjum syni hans.