„Skírnardagurinn minn,“ Barnavinur, mars 2023, 12–13.
Skrifað af ykkur
Skírnardagurinn minn
Halló! Ég heiti Megan og á heima í Mexíkó. Ég ætla að segja ykkur frá afar sérstakri stundu í lífi mínu – skírnardeginum mínum.
Ég var skírð á átta ára afmælisdeginum mínum. Þetta var mjög mikilvægur dagur, því ég hélt upp á afmælið mitt með því að láta skírast.
Að láta skírast, var dásamleg upplifun. Mamma mín bjó til glósubók fyrir mig með mismunandi verkefnum til að vinna að. Það hjálpaði mér að læra um mikilvægi skírnarinnar og sáttmálana sem ég myndi gera við himneskan föður.
Margir sem elska mig komu í skírnina mína. Mér fannst mjög gaman að þau komu. Ég var í hvítum kjól og vatnið var volgt.
Eftir að pabbi skírði mig, þurrkaði ég mér og skipti um föt. Eftir það hlaut ég gjöf heilags anda. Ég var staðföst sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu af prestdæmishöfum. Ég fann fyrir svo miklum friði, elsku og gleði.
Ég mun alltaf muna eftir þessum degi. Hann var afar sérstakur, því ég gerði fyrsta sáttmála minn við Guð. Ég lofaði að fylgja Jesú og hlýða boðorðum hans.
Ef þið kvíðið því hvernig skírnardagurinn ykkar verður, hafið þá ekki áhyggjur. Himneskur faðir mun gleðjast yfir vali ykkar!