2023
Risaeðlubókin
Mars 2023


„Risaeðlubókin,“ Barnavinur, mars 2023, 22–23.

Risaeðlubókin

Sophia yggldi brýrnar. Af hverju gæti hún ekki líka haft gaman að risaeðlum?

Drengur að tala við stúlku sem heldur á bók

Sophia og Allie voru tvíburar og bestu vinkonur. Þær höfðu gaman af ólíkum hlutum en það var bara skemmtilegra! Þær nutu þess að leika sér saman.

Dag einn í skólanum fékk Sophia bók að láni um risaeðlur á bókasafninu. Hún var spennt að sýna Allie hana.

„Þú getur ekki lesið þetta,“ sagði Timmy, drengur í bekknum hennar.

„Af hverju ekki?“ spurði Sophia.

„Þetta er strákabók,“ sagði hann. „Risaeðlur eru fyrir stráka.“

Sophia yggldi brýrnar. Af hverju gæti hún ekki líka haft gaman að risaeðlum? Hún setti bókina í bakpokann sinn. Hún ætlaði samt að lesa hana.

Allan daginn hugsaði Sophia um það sem Timmy hafði sagt. Hún var enn í uppnámi þegar hún kom heim úr skólanum.

„Hvað er að?“ spurði mamma.

„Timmy sagði að ég gæti ekki lesið bók um risaeðlur,“ sagði Sophia. „Hann sagði að risaeðlur væru bara fyrir stráka. Það er ekki rétt, er það?“

„Auðvitað ekki,“ sagði mamma.

Sophia leit niður fyrir sig. „Af hverju sagði Timmy þetta þá?“

„Kannski þekkir hann engar aðrar stúlkur sem finnst gaman að risaeðlum,“ sagði mamma. „Himneskur faðir skapaði okkur ekki öll eins. Hann vill líka að við séum góð við hvert annað.“

Mamma faðmaði Sophiu að sér. „Mér þykir leitt að Tommy kom svona fram við þig. Himneskur faðir elskar þig. Það geri ég líka.“

„Takk mamma,“ sagði Sophia Henni leið mun betur.

„Ég ætla að tala við kennarann þinn um þetta, allt í lagi“ sagði mamma.

Sophia kinkaði kolli. „Allt í lagi.“

Sophia fór til að leika við Allie. Þær bjuggu til leik sem kallast ofurprinsessur í kappakstri, þar sem dúkkurnar hennar Allie voru ökuþórar í kappakstri. Það munaði mjóu, en prinsessa Eldingartígur hafði sigur! Sophia og Allie fögnuðu.

„Viltu sá risaeðlubókina sem ég fékk í dag?“ spurði Sophia.

„Endilega!“ sagði Allie.

Sophia brosti. Hún var glöð yfir að geta alltaf haft gaman með Allie.

Daginn eftir var kennarinn hennar Sophiu með tilkynningu. „Nemendur,“ sagði hún, „það er nokkuð sem vil segja ykkur. Það er allt í lagi að hafa gaman af ólíkum hlutum. Allar bækurnar og leikföngin okkar eru ætluð öllum.“

Sophia var mjög spennt! Í lestrartímanum tók hún risaeðlubókina upp úr bakpokanum sínum.

Timmy kom að borðinu hennar. „Fyrirgefðu að ég sagði að þú gæti ekki lesið bókina,“ sagði hann. „Mér finnst líka gaman að risaeðlum.“

„Það er allt í lagi,“ sagði Sophia. „Viltu lesa með mér?“

„Endilega!“ Timmy settist við hlið hennar. „Takk.“

Sophia opnaði bókina. Hún og Tommy voru ólík, en það var gott að deila með nýjum vini.

Þessi atburður gerðist í Bandaríkjunum.

PDF saga

Myndskreyting: Mark Robison