„Jesús Kristur stillir storminn,“ Barnavinur, mars 2023, 46–47.
Sögur úr ritningunum
Jesús Kristur stillir storminn
Kvöld eitt voru Jesús Kristur og lærisveinar hans á leið yfir vatnið í báti. Jesús var þreyttur og sofnaði.
Stormur skall á. Öldurnar urðu sífellt stærri. Lærisveinarnir voru óttaslegnir. Þeir vöktu Jesú og báðu hann að bjarga sér.
Jesús stóð upp og sagði: „Haf hljótt um þig.“ Vindinn lægði. Vatnið varð stillt.
Trú mín á Jesú Krist getur fært mér frið. Þegar ég hræðist, getur Jesús hjálpað mér að finna frið.