2023
Mormónsbókarmarkmið mitt
Mars 2023


„Mormónsbókarmarkmið mitt,“ Barnavinur, mars 2023, 31.

Börn og unglingar

Mormónsbókarmarkmið mitt

Ljósmynd
Stúlka les ritningar með heyrnartól á sér

Myndskreyting: Rachel Hoffman-Bayles

Ég setti mér það markmið að lesa Mormónsbók fyrir skírnina mína, eins og eldri bróðir minn og systir gerðu. Þegar Kóvid kom upp, missti ég þó af miklu í skóla og lesturinn varð mér einkar erfiður. Í Mormónsbók eru mörg erfið orð og ég þurfti hjálp.

Þá fékk ég og foreldrar mínir hugmynd. Ég notaði Gospel Library appið í síma mömmu til að hlusta á Mormónsbók. Við hægðum á röddunum, svo ég gæti lesið og ætti auðveldara með að fylgst með. Ég staldraði líka við í lestrinum og horfði á myndböndin sem tengdust appinu. Í hvert sinn sem ég las, skráði ég það í töflu. Ég ræddi við mömmu um það sem ég var að lesa. Það var skemmtilegt!

Ég var að verða betri í lestri, en ég hélt að ég gæti ekki lokið bókinni fyrir skírnina mína. Ég sagði því að í stað þess að ljúka bókinni fyrir skírnina mína, þá myndi ég ljúka henni fyrir áramót (sem var einum mánuði síðar). Ég hélt áfram að lesa. Stundum lásu mamma eða systir mín með mér.

Þann 31. desember lauk ég lestri Mormónsbókar! Öll fjölskyldan mín fagnaði. Ég fór síðan inn í herbergið mitt til að fara með bæn. Ég spurði hvort Mormónsbók væri sönn og mér leið svo vel.

Ég veit að himneskur faðir hlustar þegar ég biðst fyrir. Ég veit að himnesku foreldrar mínir elska mig. Ég veit að Mormónsbók er orð Guðs og að Jesús elskar okkur.

Prenta