2018
6 páskatákn sem geta aukið skilning ykkar á páskunum
April 2018


6 páskatákn sem geta aukið skilning ykkar á páskunum

Ef við höfum páskatáknin í huga, þá mun skilningur okkar og gleði aukast á raunveruleika upprisunnar.

Ljósmynd
table set with passover meal

Ég ann páskunum, hátíð sem helguð er minningunni um að Jesús Kristur frelsaði börn Guðs frá böndum dauða og helju.

Álíka helgidegi var minnst 1.500 árum áður, um að Jehóva frelsaði Ísraelsmenn úr ánauð í Egyptalandi.

Páskahátið okkar tíma eru til minningar um friðþægingu frelsarans; páskahátíð gyðinga sagði fyrir um hana. Saman getur þetta tvennt aukið skilning okkar á upprisunni. Hér á eftir eru fáein atriði sem páskar nú og áður eiga sameiginlegt:

Páskar til forna

Páskar

1. Páskar til forna höfðu páskalambið að þungamiðju, sem var karlkyns og flekklaust (sjá 2 Mós 12:5), án þess að bein þess væru brotin (sjá 2 Mós 12:46).

1. Jesús er lamb Guðs (sjá Jóh 1:29), syndlaus og ekkert bein hans var brotið (sjá Jóh 19:36).

2. Hin ósýrðu brauð, sem voru óspillt (sjá Bible Dictionary, “Leaven”), voru hluti af páskamáltíðinni (sjá 1 Mós 12:8, 15).

2. Jesús er brauð lífsins og í honum finnst enginn óhreinleiki (sjá Jóh 6:35).

3. Beiskar jurtir, táknrænt fyrir ánauð Ísraelsmanna, voru hluti af páskamáltíðinni (sjá 2 Mós 12:8).

3. Við erum kannski sett undir ánauð syndar, en vegna þess að Jesú drakk hinn beiska bikar (sjá K&S 19:18), þá getum við hlotið sigur fyrir friðþægingu hans (sjá 1 Kor 15:22).

4. Borða átti páskamáltíðina í flýti (sjá 2 Mós 12:11).

4. Líkami frelsarans var búinn undir gröfina í hasti (sjá Jóh 19:31).

5. Hinum trúuðu sem riðu blóði lambsins á dyrastafi hýbýla sinna var bjargað frá líkamlegum dauða (sjá 2 Mós 12:7, 13).

5. Hinir trúuðu sem í óeiginlegri merkinu meðtaka af blóði lambsins í hverri viku í sakramentinu og „hafa hann ávallt í huga“ (K&S 20:77, 79), geta frelsast frá bæði andlegum og líkamlegum dauða (sjá Mósía 4:2).

6. Degi eftir að frumburðir voru deyddir, var Ísraelsmönnum í ánauð tilkynnt að þeir væru frjálsir (sjá 2 Mós 12:29–32).

6. Degi eftir að hinn frumgetni var deyddur, lýsti Jesús yfir að þeir sem voru í ánauð í andaheimi væru frjálsir (sjá K&S 138:18, 31, 42).

Prenta