Miðlum vitneskju okkar um frelsarann
Úr ræðu fluttri á kvennaráðstefnu í Brigham Young háskóla, þann 5. maí 2017, sem ber heitið „The Knowledge of a Savior.”
Boðskapur okkar er um frið og þið eruð boðendur hans. Þið getið gert það með nýrri og spennandi tækni.
Við erum kirkja Jesú Krists, stofnuð á síðari dögum. Drottinn hefur boðið okkur á síðari tímum, líkt og lærisveinum sínum til forna, að „fara út um allan heim, og prédika fagnaðarerindið öllu mannkyni“ (Mark 16:15).
Hinn forni spámaður, Nefí, lýsti hnitmiðað þessari ábyrgð og boðskap og tilganginum þar að baki: „Vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist, vér spáum um Krist og vér færum spádóma vora í letur, svo að börn vor viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna“ (2 Ne 25:26).
Í Bók Mósía má lesa um það hvernig Benjamín konungur, forn spámaður í Mormónsbók safnaði saman fólki sínu um allt landið við musterið, lét reisa turn og kenndi því. Í kennslu sinni, spáði hann líka fyrir um okkar tíma: „Og ég segi yður enn fremur, að sá tími mun koma, er þekkingin á frelsara mun breiðast út til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða“ (Mósía 3:20).
„Þekking á frelsara“
Ein dýrmætasta gjöfin sem okkur ber að varðveita í fjölskyldum okkar og gefa öðrum, er „þekking á frelsara“ eða á Jesú Kristi.
Með innleiðingu ráðstöfunarinnar í fyllingu tímanna varð allt mannkyn upplýst og í kjölfarið fylgdi gríðarleg tækniþróun. Henni fylgdi iðnaðarbyltingin og samskiptatækni, sem varð til að uppfylla spádóm Benjamíns konungs.
Sem meðlimur í Tólfpostulasveitinni, kallaður sem sérstakt vitni „nafns Krists um heim allan“ (K&S 107:23) og með ákveðin verkefni í bæði Almannatengslanefnd og Samskiptaþjónustunefnd, þá er mér kleift að sjá uppfyllingu þessa spádóms – að „þekking á frelsara“ hefur dreifst um heiminn – með notkun nýjustu tækni sem okkur stendur til boða.
„Til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða“
Sögulegar tækniframfarir á sviði prentunar og útvarps og sjónvarps, gerðu mögulegt að hægt er að senda boðskap endurreisnar um allan heim. Við finnum ótal dæmi um þetta, sumt sem við munum vel eftir.
Innan tíu ára frá Fyrstu sýninni og í sama mánuði og kirkjan var stofnuð, voru 5000 eintök gefin út af Mormónsbók. Frá þeim tíma hafa 175 milljón eintök verið prentuð.
Á hverjum sunnudagsmorgni getið þið hlustað á útsendingu þáttarins Tónlist og talað orð, sem að nálgast fimm þúsundustu útsendinguna. Fyrstu útsendingingunni var útvapað beint árið 1929. Fyrsta útsending aðalráðstefnu í sjónvarp átti sér stað árið 1949.
Áhugavert er að árið 1966 hóf David O. McKay forseti (1873–1970) að ræða um það sem koma átti: „Uppgötvanir eru orðnar margar og áhrifaríkar, annaðhvort til blessunar eða bölvunar manna, og sú ábyrgð sem falin er manninum er einstæð og tröllvaxin. … Þessi öld býr yfir óendanlega kvíðvænlegum hættum, sem og ólýsanlegum möguleikum.“1
Árið 1974 sagði Spencer W. Kimball forseti (1895–1985) frá framtíðarsýn sinni sem koma ætti: „Drottinn hefur blessað heiminn með mörgum … gervihnöttum. Þeir eru staðsettir hátt yfir jörðu og senda útsendingarmerki til næstum allra svæða á yfirborði jarðar. … Vissulega eru þessir gervihnettir einungis upphafið að því sem framtíðin geymir okkur varðandi heimslægar útsendingar. … Ég trúi að Drottinn vilji óðfús sjá okkur fyrir uppfinningum sem hinn almenni maður á erfitt með átta sig á.“2
Með þeim framförum sem hafa átt sér stað í samskipum og fjölmiðlum, sem komu í kjölfar Alnetsins, virðumst við hafa orðið vitni, á okkar tíma, að bókstaflegri uppfyllingu spádóma Benjamíns konungs, McKay forseta og Kimballs forseta.
Í þessu má glögglega sjá hvernig þessar tækninýjungar eru notaðar til að byggja upp ríki Drottins á jörðu. Ég ætla að miðla ykkur dæmum um þetta.
LDS.org og Mormon.org
Árið 1996 hóf kirkjan formlega að nýta sér netið til samskipta. Frá þeim tíma hafa um 260 vefsíður kirkjunnar litið dagsins ljós, þar með talið vefsíður á eigin tungumáli sem hægt er að fara á í næstum öllum löndum þar sem meðlimir kirkjunnar búa.
Ég nefni tvö dæmi um slíkar vefsíður. Í fyrsta lagi er það LDS.org, sem varð til árið 1996, og fær yfir 24 milljónir nýrra heimsókna á ári hverju og yfir eina milljóna heimsókna í viku hverri. Margir meðlimir finna þar nám- og kennsluefni og eldri aðalráðstefnuræður. Í öðru lagi er það Mormon.org, vefsíða sem hefur að marki að kynna fagnaðarerindið vinum og samferðafólki, sem ekki eru meðlimir kirkjunnar. Sú vefsíða fær yfir 16 milljónir einstakar heimsóknir á ári hverju.
Smáforrit
Auðvitað breiðist tæknin út á ógnarhraða, svo nokkur fyrirhöfn er að halda í við hana. Með tilkomu snjallsíma kom sá möguleiki að tengjast og hafa aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga á handhægan hátt. Mikið af þessu upplýsingum er safnað saman til notkunar í smáforritum eða „öppum.“ Fyrsta smáforrit kirkjunnar var gefið út árið 2007.
Fjölmörg dæmi eru um gagnsemi notkunar smáforrita við að dreifa út „þekkingu okkar á frelsara.“ Ég reyni ekki að lýsa tilgangi hinna mörgu smáforrita sem eru innan seilingar, en hér eru nokkur dæmi um smáforrit sem nokkuð líklegt er að þið kannist við:
-
Trúarsafn
-
Rás mormóna
-
SDH tæki
-
SDH tónlist
-
Ættartréð
Milljónir notenda nota þessi smáforrit milljón sinnum í viku hverri.
Samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar eru skilgreindir sem tölvumiðuð tækni, sem gerir einstaklingum og samtökum kleift að skoða, búa til og miðla upplýsingum, hugmyndum og öðru sem tengist samskiptum í sýndarsamfélögum og netkerfum.
Kirkjan hóf að tileinka sér notkun samfélagsmiðla um 2010, í þeim tilgangi að dreifa út „þekkingu á frelsara.“ Þetta er hraðvirkt og öflug stafræn aðferð. Hún er í raun einstök hvað varðar hraðabreytingu.
Eitt það sem er einkennandi fyrir samfélagsmiðla er að um leið og maður hefur vanist notandaviðmótinu á einum vettvanginum, þá kemur fram eitthvað nýrra eða sjáanlega betra eða flottara.
Ég ætla að lýsa stuttlega fimm samfélagsmiðlum sem kirkjan notar sem samskiptamiðla:
1. Facebook hefur yfir 2 milljarðar notendur víða um heim. Þar búa notendur til sitt eigið samfélag vina á netinu.
2. Instagram er samfélagsmiðill sem einbeitir sér að myndum og myndböndum.
3. Pinterest er einskonar stafræn skilaboðatafla. Þar eru stafrænar myndir „pinnaðar“ á töflu. Það geta verið andrík orðtök eða metnaðarfullar ljósmyndir.
4. Twitter er samfélagsmiðlll sem gerir notendum kleift að senda og lesa stuttan 280 stafa boðskap sem nefnist tvít
5. Snapchat geymir myndir og stutt myndbönd sem annaðhvort hverfa þegar í stað eða innan 24 klukkustunda.
Sem kirkjustofnun, þá notum við þessar samfélagsmiðlasíður á áhrifaríkan hátt.
Þið munið kannski eftir hinum ljúfa aðalráðstefnuboðskap um þunglyndi sem öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, flutti fyrir nokkrum árum.3 Ræða hans var notuð til að búa til myndband sem fékk yfir tvær milljónir áhorfa á Facebook einni saman og mörg þúsund læk, deilingar og jákvæðar athugasemdir.4
Í ágúst árið 2016 setti Dieter F. Uchtdorf myndband á Instagram, þar sem hann var að kenna, Erik, barnabarni sínu reglur fagnaðarerindisins – og hvar annarsstaðar en í stjórnklefa flugvélar!5 Þúsundir nutu þess að horfa á Instagram-myndband Uchtdorfs forseta og fjölmargir skrifuðu jákvæðar athugasemdir við það.
Í nóvember 2017 birti kirkjan líka á Instagram aðgangi sínum myndband af öldungi Dallin H. Oaks og öldungi M. Russell Ballard, að svara spurningu ungrar konu um systur í trúboðsþjónustu. Sá póstur fékk yfir 112.000 áhorf.
Á Pinterest getur fólk fundið hundruð pinna frá LDS.org og jafnvel meira frá einstökum meðlimum, að hvetja aðra. Margir miðla til að mynda orðum spámannanna – lifandi og liðinna. Pinn frá Thomas S. Monson forseta hljómar svo: „Svo margt í lífinu er háð eigin viðhorfi.“6
Tvít sem öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni, setti fram á páskadagsmorgni á síðasta ári fékk 210.000 áhorf. Öldungur Bednar sýndi að hinn stutti og einfaldi boðskapur: „Hann er ekki hér. Hann er upp risinn“ (Matt 28:6), getur haft djúp og varanleg áhrif.
Snapchat
Loks, þá birtist nýverið á Snapchat myndir og texti af einum boðskap Æðsta forsætisráðsins eftir Monson forseta.
Meðfylgjandi hættur
Nú, eftir að hafa sagt frá jákvæðum áhrifum þessarar nýju tækni og sýnt fram á góða notkun hennar, þá tel ég líka gagnlegt að benda á einhverjar þær hættur sem henni tengist.
Öll ættum við að vera meðvituð um þann tíma sem við verjum á samfélagsmiðlunum eða í notkun smáforrita. Notkun samfélagsmiðlanna felur líka í sér þá hættu að dregið getur úr beinum samskiptum manna á milli, sem gæti verið hamlandi fyrir þroska félagslegrar hæfni meðal unga fólksins okkar.
Ekki má vanmeta hætturnar sem fylgja óviðeigandi efni. Það er aukinn faraldur klámsánetjunar í samfélögum, sem jafnvel leita uppi og hafa skaðleg áhrif á meðlimi kirkjunnar og fjölskyldur þeirra.
Loks bendi ég á tvær samspilandi hættur, sem nær allir verða að bráð, þar með talið ungar konur og eldri mæður og eiginkonur. Ég skilgreini þessar hættur sem „fegraðan veruleika“ og „niðurrífandi samanburð.“ Ég held að besta leiðin til að lýsa þessum hættum sé að benda á nokkur dæmi.
Að öllu jöfnu, þá sýna myndir sem settar eru upp á samfélagsmiðla oft lífið í sinni bestu umgjörð og jafnvel oft á óraunhæfan hátt. Þær eru oft af fallegum innanhússkreytingum, yndislegum sumarfrísstöðum og margbrotinni matargerð. Hættan felst auðvitað í því að mörgum fer að líða illa yfir því að geta augljóslega ekki keppt við ímyndaðan sýndarveruleika.
Innblásin af pinnaðri afmælis „pönnuköku,“ setti frænka mín nýverið upp mynd af tilraun sinni til að búa hana til. Fremur en að leyfa að þetta ylli henni óþarfa álagi, þá ákvað hún að innblása aðra með því að pinna sitt „mislukkaða Pinterest“ (sjá mynd af pönnuköku).
Vonandi getum við lært að auka kímnina og draga úr miklum vonbrigðum okkar þegar við skoðum myndir sem sýna fegraðan veruleika og leiða svo oft til niðurrífandi samanburðar.
Þetta er augljóslega ekki bara tákn okkar tíma, heldur má ráða það af orðum Páls að svo hafi líka verið á liðnum tíma: „Þeir mæla sig við sjálfa sig og bera sig saman við sjálfa sig og eru óskynsamir“ (2 Kor 10:12).
Öldungur J. Devn Cornish, af hinum Sjötíu, kom líka nýverið fram með tímanlega leiðsögn: „Við kveljum okkur að nauðsynjalausu með samkeppni og samanburði. Við leggjum rangan dóm á eigið sjálfsvirði út frá því sem við höfum eða höfum ekki og út frá skoðunum annarra. Ef við viljum endilega ástunda samanburð, þá getum við lagt mat á það hvernig við vorum áður og hvernig við erum núna – og jafnvel hvernig við viljum verða á komandi tíð.“7
Ég ætla að segja ykkur frá einu leyndarmáli fjölskyldu minnar, sem finna má á þessari fjölskylduljósmynd (sjá næstu síðu) sem tekin var fyrir nokkrum árum, fyrir tilkomu samfélagsmiðlanna. Ef hún væri tekin í dag, hefði hún líklega verið sett á netið, mynd af fjölskyldu fjögurra dásamlegra, litsamræmdra, þægra drengja, sem nutu þess að láta taka af sér fallega fjölskyldumynd. Viljið þið hlusta á það sem raunverulega gerðist?
Ég man enn eftir símhringingu eiginkonu minnar. „Gary, hvar ertu? Við erum hér úti hjá ljósmyndaranum. Við erum öll tilbúin fyrir myndatökuna. Það var ekki auðvelt að klæða drengina og hafa þá til. Ertu rétt ókominn?“
Ég hafði bara steingleymt þessu og var enn á skrifstofunni! Ég var hálftíma of seinn og í fjarveru minni höfðu hlutirnir ekki farið vel, svo upplausn og ringulreið ríktu.
Hvað hafði gerst? Jú, elsti sonur minn hafði hlaupið um garðinn, fundið eplatré, týnt nokkur epli og tekið að henda þeim í hina drengina. Hann hitti yngsta drenginn í bakið með eplinu, sem varð til þess að hann féll og fór að gráta.
Á meðan það gerðist settist hinn næst elsti, niður og buxnaskálmarnar færðust aðeins upp. Hinir drengirnir sáu að sokkarnir hans voru hvítir íþróttasokkar, ekki kirkjusokkarnir sem móðir hans hafði sagt honum að fara í. Hún spurði hann: „Af hverju fórstu ekki í kirkjusokkana?“
Hann svaraði: „Mér finnst þeir óþægilegir. Mig klæjar undan þeim.“
Meðan hún var að tala við hann, þá var tveggja ára sonur okkar á hlaupum um garðinn, hrasaði um eitthvað, féll og fékk blóðnasir. Blóðið draup á hvíta rúllukragapeysuna hans og nú var hún útötuð. Ég kom að þegar hér var komið. Eina leiðin til að myndin yrði góð var að snúa rúllukragapeysunni við og hafa það að aftanverðu sem snéri fram, til að blóðblettirnir sæjust ekki á myndinni.
Meðan esti sonur okkar var á hlaupum og hendandi eplum, þá féll hann um koll, svo stór grænn grasblettur myndaðist á hnjám hans. Þannig að á myndinni þurfti hann að setja hönd sína yfir blettinn svo hann sæist ekki.
Við hinkruðum við í 20 mínústur svo yngsti drengurinn yrði ekki rauðeygður eftir grátinn.
Auðvitað eru svo blóðblettir yngsta sonar okkar nú á aftaverðri peysunni hans.
Næst elsti sonur okkar hefur nú hendurnar að ráðnum hug yfir hvítu sokkunum, svo allt væri nú fullkomið.
Hvað mig varðar, þá er Gary í skammakróknum, af því það var óstundvísi mín sem var ástæða alls þessa.
Svo, þegar þið virðið fyrir ykkur þessa fallegu mynd af fjölskyldu minni og segið döpur: „Af hverju getum við ekki látið allt falla í ljúfa löð og verið eins og fjölskyldan þeirra á þessari fullkomnu mynd, þá ættuð þið að vita betur!
Samfélagsmiðlar og trúboðsstarf
Eins og sjá má, þá þurfum við að gæta að hættunum, þar með talið hinum fegraða raunveruleika og hinum niðurrífandi samanburði. Heimurinn er einfaldlega að öllu jöfnu ekki eins og hann er sýndur á samfélagsmiðlunum. Engu að síður er margt gott sem kemur og komið hefur út úr þessum samskiptamáta.
Trúboðsdeildin gaf út nýjar leiðbeiningar árið 2017 um hvernig best er að hagnýta sér samfélagsmiðlana í trúboðsstarfi. Hin mörgu stafrænu gögn sem okkur standa til boða er hægt að nýta á afar áhrifaríkan, einfaldan og auðvelda hátt.
Það er á svo marga vegu sem hægt er að nota tæknina á góðan og viðeigandi hátt. Við ættum öll að gera það sem við getum til að kenna og sýna hinni upprennandi kynslóð rétta notkun tækninnar og vara einnig við þeim hættum sem eru samfara henni og eyðileggjandi notkun hennar. Það ætti að hjálpa til við að fullvissa okkur um að gagnsemi tækninnar mun vega þyngra en hætturnar sem henni eru samfara.
„Hve dásamlegir eru boðberarnir“
Á þeim tíma sem ég ígrundaði og baðst innilega fyrir vegna þessa boðskapar, þá vaknaði ég árla morgun einn með söng í hjarta og texti hans kom upp í hugann: „Hve dásamlegir boðberarnir eru sem boða fagnaðarerindi friðar.“8
Boðskapur okkar er um frið og þið eruð hinir dásamlegu boðendur hans. Þið getið gert það með þessari nýju og spennandi tækni. Við búum í einstökum heimi í fyllingu tímanna, þar sem mögulegt er að boða fagnaðarerindi friðar á afar auðveldan hátt.
Við höfum orð fornra spámanna, sem segja algjörlega fyrir um okkar tíma og veita tilhlýðilega leiðsögn: „Og ég segi yður enn fremur, að sá tími mun koma, er þekkingin á frelsara mun breiðast út til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða“ (Mósía 3:20).
Við búum líka að orðum frá nútíma opinberunum, sem tæpa á og veita leiðsögn fyrir okkar tíma og aðstæður. Ég vitna í öldung Bednar: „Ég trúi að nú sé sá tími fyrir okkur sem lærisveina Krists að nýta okkur réttilega og betur þessa innblásnu tækni til að vitna um Guð hinn eilífa föður, hamingjuáætlun hans fyrir börn hans og son hans, Jesú Krist, sem frelsara heimsins, að lýsa yfir raunveruleika endurreisnar fagnaðarerindisins á síðari dögum og uppfylla verk Drottins.“9
Ég býð hverju ykkar að íhuga vandlega það hlutverk ykkar að boða fagnaðarerindi friðar sem dásamlegir boðberar. Við skulum öll gera það sem við getum til að breiða út „þekkingu á frelsara“ til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða. Besta leiðin til að gera það, er að taka eitt skref í einu og á þann hátt sem virkar best fyrir ykkur og fjölskyldu ykkar. Megi hvert ykkar hafa hugrekki til að blogga, pinna, læka, pósta, tengjast vinum, tvíta, snappa og svæpa á þann hátt að það vegsami, heiðri og virði vilja okkar kærleiksríka himneska föður og miðli fjölskyldu, ástvinum og vinum þekkingu á frelsaranum – einnig vinum ykkar á samfélagsmiðlum.