2018
Hvað get ég gert til að endurvekja trú mína, ef mér finnst ég hafa misst hana?
April 2018


Spurningar og svör

Hvað get ég gert til að endurvekja trú mína, ef mér finnst ég hafa misst hana?

Ljósmynd
girl sitting on top of a mountain

Takið ritningarnar í hönd

Ef mér gengur erfiðlega að finna fyrir andanum, þá hjálpar það mér að taka ritningarnar í hönd og lesa um trú allra sem þar eru. Það endurvekur trú mína. Kannski hafa bænir ykkar verið heldur endasleppar. Reynið að hafa þær einlægari og himneskur faðir mun endurvekja trú ykkar.

Chris B., 14 ára, Oregon, Bandaríkjunum

Næra sáðkorn trúar

Ég veit að ég get beðið til himnesks föður og beðið hann að hjálpa mér að viðhalda því trúartré sem ég hef ræktað. Ég verð að gera allt nauðsynlegt til að næra það, eins og að lesa ritningarnar, leita andlegra upplifana, telja blessanir mínar og biðja fjölskyldu mína um aðstoð. Þannig getur trú mín tekið að styrkjast aftur. Það gerist ekki á á einum degi eða tveimur – það er ferli sem tekur lengri tíma. Ég þarf að sýna þolinmæði og setja traust mitt á Drottin.

Elías B., 18 ára, Mendoza, Argentínu

Vinnið saman að þessu

Þegar mér finnst að ég sé að missa trúna, þá ræði ég við foreldra mína og við ráðum út úr hlutunum. Stundum syngjum við upplyftandi söng eftir það, svo við getum fundið fyrir andanum.

Emmalie C., 15 ára, Kóloradó, Bandaríkjunum

Spyrjið foreldra ykkar

Auk þess að biðja beint til himnesks föður, þá getum við spurt foreldra okkar að því hvernig við getum snúið aftur til hans og endurvakið trú okkar.

Elías S., 12 ára, Paysandú, Uruguay

Biðjist fyrir, fáið hjálp og lesið

Þegar ég upplifði að trú mín væri að fjara út, þá uppgötvaði ég þrennt sem ég gat gert til að snúa við blaðinu. Í fyrsta lagi þá baðst ég fyrir. Það var mér mjög gagnlegt að biðja um styrk og vitneskju um hvað gera skildi. Í öðru lagi þá sagði ég nánum vinum frá þessu og þeir hjálpuðu mér gríðarlega þegar ég þarfnaðist þess. Í þriðja lagi þá las ég ritningarnar. Í þeim eru margar trúarstyrkjandi frásagnir sem geta auðveldað okkur að endurvekja trú okkar.

Jack J., 14 ára, Flórída, Bandaríkjunum

Prenta