2018
Rakotomalala Alphone, Sarodroa, Madagaskar
April 2018


Fyrirmynd trúar

Rakotomalala Alphonse

Sarodroa, Madagaskar

Þegar áhugi Rakotomalala vaknaði á fagnaðarerindinu, var næsta kirkja í Antsirabe, borg í 50 km (30 mílna) fjarlægð frá þorpi hans í Sarodroa. Rakotomalala og vinir hans fundu leið til að fara þangað hvern sunnudag.

Í dag er lítið samkomuhús í Sarodroa, þar sem yfir 100 manns koma saman á hverjum sunnudegi. Rakotomalala hefur séð þorpið sitt taka á móti fagnaðarerindinu. Fjórir trúboðar hafa farið til þjónustu frá Sarodroa og kirkjan þar heldur áfram að stækka.

Ljósmyndari: Cody Bell

Þegar afi minn veiktist, þá fór ég til Antsirabe til að vera hjá honum. Trúboðarnir heimsóttu hann nokkrum sinnum. Ég og afi vorum ekki meðlimir kirkjunnar, en hann naut þess að fá trúboðana í heimsókn. Kvöld eitt gáfu þeir afa blessun og að loknu fjölskyldukvöldi gáfu þeir okkur Mormónsbók.

„Lesið bókin og spyrjið Guð hvort hún sé sönn,“ sögðu þeir.

Þegar ég fór aftur til Sarodroa vildi ég ekki lesa Mormónsbók, því ég taldi hann ekki sanna. Dag einn varð ég svo veikur að ég komst ekki úr húsi í nokkra daga. Þegar ég leitað að einhverju til að drepa tímann, þá fann ég Mormónsbók og tók að lesa hana.

Eftir það fór ég aftur til Antsirabe og hitti trúboðana. Þeir kenndu mér meira um Mormónsbók og spámanninn Joseph Smith. Ég sagði að við hefðum ekki þörf fyrir spámenn og engir spámenn væri uppi á okkar tíma. Trúboðarnir báðu mig að biðja til Guðs og spyrja hvort spámaður væri til. Þeir lofuðu að Guð myndi svara mér. Ég baðst fyrir og fann að það var satt sem trúboðarnir höfðu sagt.

Ég vildi fara í kirkju, en átti ekki peninga fyrir rútunni. Ég talaði við vinkonu mína, Razafindravaonasolo og hún stakk upp á því að við hjóluðum á staðinn. Við hjóluðum í tvær klukkustundir frá Sarodroa til Antsirabe á hverjum sunnudegi. Þegar ég varð þreyttur á því að stíga hjólið, þá fór ég á bögglaberann og hún steig hjólið. Þegar hún varð svo þreytt, þá skiptum við aftur.

Að því kom að ég og fjölskylda Razafindravaonasolo gengum í kirkjuna. Við sóttum kirkju í Antsirabe þar til grein var opnuð í Sarodroa. Við vorum svo glöð þegar við gátum sótt kirkju í þorpinu okkar!

Faðir Razafindravaonasolo var kallaður sem greinarforseti. Dag einn ræddi hann við mig og hvatti mig til að búa mig undir trúboð. Ég hélt ekki að ég gæti þjónað, en hann fullvissaði mig um að ég gæti það. Ég tók á móti köllun um að þjóna í Antananarivo túboðinu á Madagaskar. Ég er nú giftur og á tvö börn. Ég er þakklátur fyrir fjölskyldu mína og ég hef upplifað meira en ég fæ sagt frá hér, sem hefur staðfest fyrir mér að kirkjan er sönn.

Ljósmynd
Rakotomalala and friend

Eftir að Rakotomalala (hægri) hafði gengið í kirkjuna, þá þjónaði hann í Antananarivo trúboðinu á Madagaskar og Razafindravaonasolo (vinstri) þjónaði í Kinshasa trúboðinu í Lýðveldinu Kongó.

Ljósmynd
sitting inside the chapel

Árið 2013 byggðu meðlimir í Sarodroa þessa litlu timburkapellu til tilbeiðslu. Rakotomalala er fús til að hjálpa við nauðsynlegar breytingar á byggingunni.

Ljósmynd
rice fields

Hrísgrjón eru aðal nytjaplönturnar á Madagaskar. Nær allir í Sarodroa starfa á hrísgrjónaökrum til að framfleyta fjölskyldu sinni.

Ljósmynd
constructing a chapel

Kirkjan hélt áfram að stækka og meðlimirnir í Sarodroa þurftu nýja kapellu. Hin nýja kapella er við hlið timburkapellunnar og Rakotomalala og fleiri vinna að því að breyta timburkapellunni í kennslustofur og skrifstofu biskups.

Ljósmynd
sitting outside the chapel

Góður vinskapur hefur haldist á milli Rakotomalala og Razafindravaonasolo allt frá þeim tíma er þau hjóluðu í tvær klukkustundir í kirkju á hverjum sunnudegi. Þau eru þakklát fyrir þær blessanir sem fagnaðarerindið hefur fært þeim og fjölskyldum þeirra.

Ljósmynd
standing in front of a new chapel

Rakotomalala og Razafindravaonasolo fyrir framan nýju kapelluna í Sarodroa. Þessi kapella, sem er úr steypu og múrstein, var byggð af meðlimunum.

Prenta