Hvað, hvers vegna og hvernig: Endurreisnin sundurliðuð
April 2018
Hvað, hvers vegna og hvernig: Endurreisnin sundurliðuð
Faith Sutherlin Blackhurst
Kirkjutímaritin
Ef kenna á fagnaðarerindið, þá er nauðsynlegt að gera útskýrt merkingu fráhvarfs, ráðstöfunartíma og endurreisnar. Kortið hér er gagnlegt til þess.
Segjum sem svo að þið ætlið að verja einni viku á ströndinni með fjölskyldu vinar ykkar. Þið skemmtið ykkur vel, en takið brátt að sakna ykkar eigin fjölskyldu. Þið fáið síðan textaboð frá pabba ykkar sem spyr hvernig gangi – það er einmitt þetta sem þið þurftuð á að halda til að finna elsku og væntumþykju.
Lífið á jörðunni er svipað þessu. Guð sendir ykkur ekki textaboð, en við erum fjarri himneskum heimkynnum okkar, svo ein leið fyrir himneskan föður til tjá okkur elsku sína er að senda spámenn.
Ráðstöfunartími
Spámenn eru í forsvari fyrir því sem nefnd eru ráðstöfunartímar, tímabil sem (1) Guð hefur hið minnsta einn réttmætan prestdæmisleiðtoga á jörðu og (2) sá leiðtogi, sem er spámaður, lærir milliliðalaust frá Guði um sáluhjálparáætlunina. Spámaðurinn kennir síðan, eða ráðstafar, mönnum fagnaðarerindinu.
Þökk sé ritningunum að við þekkjum marga af þessum ráðstöfunartímum. Sumir þeirra helstu voru leiddir af Adam, Enok, Nóa, Abraham, Móse, Jesú Kristi og Joseph Smith. Drottinn innleiddi ráðstöfunartíma fyrir tilstilli allra þessara spámanna.
Fráhvarf
Fráhvarf = ranglæti. Þegar einstaklingar eða hópur fólks snýr frá sannleika fagnaðarerindis Jesú Krists, hafnar spámönnunum og fellur í synd, þá er um fráhvarf að ræða.
Endurreisn
Endurreisn er verk sem felst í því að eitthvað er fært í upprunalegt ástand. Endurreisn er ekki endurbót eða siðbót, sem breytir því sem þegar var fyrir hendi til að skapa eitthvað nýtt. Ef þið t.d. vilduð endurreisa gamalt hús, þá mynduð þið endurbyggja eftir upprunalegu skipulagi. Þið gætuð viljað bæta við nýjum arni, en þá væruð þið að breyta húsinu, ekki endurreisa það.
Endurreisa þurfti fagnaðarerindi Jesú Krists, því það hafði glatast í Fráhvarfinu mikla. Fólk hafði lifað öldum saman án hinar sönnu kirkju. Það var því svo að Drottinn endurreisti kirkju sína og fagnaðarerindi fyrir tilstilli Josephs Smith, rétt eins og fornir spámenn höfðu sagt fyrir um (sjá Jesaja 2:1–3; 29:13–14; Postulasagan 3:19–21; Opinberunarbókin 14:6–7; 2. Nefí 3:3–15).
Hið sannafagnaðarerindi Jesú Krists verður hér áfram – en verðið þið áfram? Þótt veröldin verði stöðugt ranglátari, þá mun kirkja Jesú Krists verða hér allt til enda.
Þið standið frammi fyrir vali – sama vali og menn hafa staðið frammi fyrir allt frá upphafi tímans: Ætlið þið að fylgja spámanninum? Ef þið gerið það, þá verðið þið blessuð og andinn mun leiða ykkur.