2018
Hvað, hvers vegna og hvernig: Endurreisnin sundurliðuð
April 2018


Hvað, hvers vegna og hvernig: Endurreisnin sundurliðuð

Ef kenna á fagnaðarerindið, þá er nauðsynlegt að gera útskýrt merkingu fráhvarfs, ráðstöfunartíma og endurreisnar. Kortið hér er gagnlegt til þess.

a breakdown of the restoration 1
a breakdown of the restoration 2

Segjum sem svo að þið ætlið að verja einni viku á ströndinni með fjölskyldu vinar ykkar. Þið skemmtið ykkur vel, en takið brátt að sakna ykkar eigin fjölskyldu. Þið fáið síðan textaboð frá pabba ykkar sem spyr hvernig gangi – það er einmitt þetta sem þið þurftuð á að halda til að finna elsku og væntumþykju.

Lífið á jörðunni er svipað þessu. Guð sendir ykkur ekki textaboð, en við erum fjarri himneskum heimkynnum okkar, svo ein leið fyrir himneskan föður til tjá okkur elsku sína er að senda spámenn.

Ráðstöfunartími

prophets called of God

Teikningar eftir Ben Simonsen

Spámenn eru í forsvari fyrir því sem nefnd eru ráðstöfunartímar, tímabil sem (1) Guð hefur hið minnsta einn réttmætan prestdæmisleiðtoga á jörðu og (2) sá leiðtogi, sem er spámaður, lærir milliliðalaust frá Guði um sáluhjálparáætlunina. Spámaðurinn kennir síðan, eða ráðstafar, mönnum fagnaðarerindinu.

Þökk sé ritningunum að við þekkjum marga af þessum ráðstöfunartímum. Sumir þeirra helstu voru leiddir af Adam, Enok, Nóa, Abraham, Móse, Jesú Kristi og Joseph Smith. Drottinn innleiddi ráðstöfunartíma fyrir tilstilli allra þessara spámanna.

Fráhvarf

apostasy cycle

Fráhvarf = ranglæti. Þegar einstaklingar eða hópur fólks snýr frá sannleika fagnaðarerindis Jesú Krists, hafnar spámönnunum og fellur í synd, þá er um fráhvarf að ræða.

Hvernig fráhvarf verður til

Guð kallar spámann sem kennir hið sanna fagnaðarerindi Jesú Krists.

Fólkið sem lifir eftir kenningum spámannsins er blessað.

Sumir meðal þeirra verða drambsamir og hafna spámanninum.

Drottinn tekur oft spámann sinn í burtu frá fólkinu sem hafnar reglum fagnaðarerindisins.

Á tilsettum tíma kallar Guð spámann að nýju til að endurreisa sannleikann, prestdæmið og kirkjuna.

Endurreisn

restoration

Endurreisn er verk sem felst í því að eitthvað er fært í upprunalegt ástand. Endurreisn er ekki endurbót eða siðbót, sem breytir því sem þegar var fyrir hendi til að skapa eitthvað nýtt. Ef þið t.d. vilduð endurreisa gamalt hús, þá mynduð þið endurbyggja eftir upprunalegu skipulagi. Þið gætuð viljað bæta við nýjum arni, en þá væruð þið að breyta húsinu, ekki endurreisa það.

Endurreisa þurfti fagnaðarerindi Jesú Krists, því það hafði glatast í Fráhvarfinu mikla. Fólk hafði lifað öldum saman án hinar sönnu kirkju. Það var því svo að Drottinn endurreisti kirkju sína og fagnaðarerindi fyrir tilstilli Josephs Smith, rétt eins og fornir spámenn höfðu sagt fyrir um (sjá Jesaja 2:1–3; 29:13–14; Postulasagan 3:19–21; Opinberunarbókin 14:6–7; 2. Nefí 3:3–15).

Hið sannafagnaðarerindi Jesú Krists verður hér áfram – en verðið þið áfram? Þótt veröldin verði stöðugt ranglátari, þá mun kirkja Jesú Krists verða hér allt til enda.

Þið standið frammi fyrir vali – sama vali og menn hafa staðið frammi fyrir allt frá upphafi tímans: Ætlið þið að fylgja spámanninum? Ef þið gerið það, þá verðið þið blessuð og andinn mun leiða ykkur.

Adam

Adam var sannur brautryðjandi: Hann var fyrsti maðurinn á jörðu og fyrsti spámaðurinn. Hann kenndi fjölskyldu sinni fagnaðarerindið, en jafnvel allt frá upphafi voru þeir margir sem „leituðu sinna eigin ráða í myrkri“ og höfnuðu sannleikanum (HDP Móse 6:28).

Enok

city taken up to heaven

Hafið þið einhvern tíma heyrt um heila borg sem tekin var upp til himins? Svo mikið réttlæti ríkti í borginni Síon – sem Enok stofnaði – að fólkið þar fékk að dvelja hjá Guði (sjá HDP Móse 7:23).

Nói

noahs ark

Þið þekkið frásögnina um Nóa og Örkina. Aðeins átta manns – Nói og fjölskylda hans – var bjargað úr flóðinu, því þau hlustuðu á aðvaranir Nóa (sjá 1. Mósebók 7; HDP Móse 8). Vissuð þið hins vegar að hann hlaut prestdæmið tíu ára gamall (sjá K&S 107:52) og að „risar … sóttust eftir lífi Nóa“? (HDP Móse 8:18).

Abraham

abraham

Abraham var næstum fórnað af ranglátum prestum, en engill kom honum til bjargar (sjá Abraham 1). Hann hlaut nokkrar dásamlegar opinberanir, þar sem talið sýn um fortilveruna. Meðlimir kirkjunnar eru niðjar hans og sáttmáli Abrahams er kenndur við hann. (Sjá Abraham 2–5.)

Móse

moses

Móse leiddi Ísraelsmenn út úr Egyptalandi og til frelsis. Hann „Reyndi af kostgæfni að helga þjóð sína, svo að hún mætti líta ásjónu Guðs, en þeir hertu hjörtu sín og fengu ei staðist návist hans“ (K&S 84:23–24). Í raun þá ráfuðu þeir um eyðimörkina í 40 ár sökum fráhvarfs síns.

Jesús Kristur

Jesus Christ

Jesús Kristur kenndi ekki aðeins fagnaðarerindið og gerði fjölmörg kraftaverk, heldur stofnaði hann líka kirkju sína á jörðu. Hann friðþægði fyrir syndir okkar og var krossfestur og reis upp, til að gera okkur kleift að sigrast á andlegum og líkamlegum dauða. Hann er höfuð kirkju sinnar nú og prestdæmisvaldið á rætur í honum og himneskum föður.

Fráhvarfið mikla

the great apostasy

Eftir upprisu frelsarans, reyndu postular hans og fleiri kirkjuleiðtogar að breiða út fagnaðarerindið, en fólkið hafnaði kenningum þeirra og myrti jafnvel marga postulanna. Fylling fagnaðarerindisins glataðist á jörðu, vegna þess hve fólkið var ranglátt. Heimurinn féll í andlegt myrkur (sjá Jesaja 60:2).

  • Í yfir 1000 ár hafði fólkið ekki aðgang að helgiathöfnum sáluhjálpar, blessunum musterisins eða leiðsögn spámanns.

  • Dýrmætur sannleikur glataðist úr Biblíunni.

  • Falskar hugmyndir voru kenndar um raunverulegt eðli Guðs.

  • Sumum helgiathöfnum sáluhjálpar var breytt eða þær ranglega kenndar (sjá Jesaja 24:5).

  • Fráhvarfið leiddi að lokum til framsetningar margra kirkna.

Siðbótin

reformation

Í Fráhvarfinu mikla gerðu nokkrir trúarlega sinnaðir menn í Evrópu sér grein fyrir að fagnaðarerindið væri ekki réttilega kennt. Þessir siðbótarmenn voru ekki spámenn, en reyndu sitt besta til að kenna sannleikann eins og þeir skildu hann. Þeir lögðu sitt af mörkum til að gera Biblíuna almennari. Margir börðust fyrir trúfrelsi og opnuðu þannig leið fyrir hið endurreista fagnaðarerindi.

Joseph Smith

joseph smith

Var þá fylling fagnaðarerindisins endanlega glötuð? Nei! Guð opinberaði Joseph Smith aftur mikilvægan sannleika. Himneskir sendiboðar endurreistu honum alla nauðsynlega prestdæmislykla (sjá K&S 27:8–13; 110; 128:18–21), sem gerði þennan tíma að „ráðstöfun fyllingar tímanna“ (K&S 138:48). Þessi tími er líka kunnur sem síðari dagar, því hann er síðasta ráðstöfunin fyrir síðari komu Jesú Krists.

Endurreisnin

Hugsið ykkur! ÞIÐ hafið blessanir endurreisnarinnar. Já, þið!

  • Kirkja Jesú Krists var endurreist með spámönnum og postulum til að leiða hana.

  • Mormónsbók, Kenning og sáttmálar og Hin dýrmæta perla og fleiri nútíma opinberanir geyma endurreistan dýrmætan sannleika, sem áður var glataður (sjá 2. Nefí 27).

  • Joseph Smith tók á móti Aronsprestdæminu af hendi Jóhannesar skírara (sjá K&S 13) og Melkísedeksprestdæminu af hendi Péturs, Jakobs og Jóhannesar (sjá K&S 128:20).

  • Réttmætir prestdæmishafar framkvæma helgiathafnir sáluhjálpar á réttan hátt.

  • Við vitum að sannleikurinn mun aldrei framar glatast vegna fráhvarfs (sjá Daníel 2:44).