2018
Hvernig gat ég endurnýjað ritninganám mitt?
April 2018


Hvernig gat ég endurnýjað ritninganám mitt?

Sarah

Keenan, Utah, Bandaríkjunum

woman sitting at a desk

Teikning eftir Bradley Clark

Aðeins þremur mánuðum frá því að ég kom heim frá trúboði mínu tók mér að ganga illa að lesa ritningarnar.

Ég hafði lesið ritningarnar daglega í trúboði mínu og einsett mér að gera það líka þegar ég færi heim. Þegar tíminn leið virtist aftur á móti allt standa í vegi þess. Annaðhvort var heimavinnan of mikil, ég of önnum kafin í vinnunni eða ég var bara of þreytt til þess. Hver afsökunin rak aðra, ritningalesturinn fjaraði út uns ég las varla nokkuð.

Ég lauk eitt sinn upp Mormónsbók að kvöldi til og hugðist lesa aðeins eitt vers. Versið sem ég las áminnti mig um að ritningarnar geymdu „hið velþóknanlega orð Guðs, já, orðið, sem læknar hrjáða sál“ (Jakob 2:8).

Ég ígrundaði versið og mér urðu ljós hin neikvæðu áhrif sem vanræksla ritninganáms hafði á mig. Ég fann meira fyrir álagi í skólanum, var sinnulaus í kirkju og fjarlægari Guði. Sál mín hafði þörf fyrir hið græðandi orð Guðs í ritningunum. Mér varð ljóst að ég yrði að breyta forgangsröð minni.

Ég bað vini mína, fjölskyldu og kirkjuleiðtoga um að gefa mér ábendingar um hvernig best væri að endurnýja ritninganám mitt. Mér fannst þrennt gagnlegt.

Í fyrsta lagi þá komst ég að því að ritninganám á kvöldin var árangurslaust fyrir mig. Að læra á morgnana, gerði mér kleift að ígrunda kenningarnar og reglurnar sem ég hafði lesið að morgni, yfir daginn.

Í öðru lagi þá erum við hvött til þess að lesa ritningarnar með fjölskyldu okkar, en þar sem ég var við nám fjarri fjölskyldunni, þá hóf ég að lesa ritningarnar með herbergisfélögum mínum. Það auðveldaði mér að standa við skuldbindinguna og leiddi af sér uppbyggilegar trúarlegar umræður.

Í þriðja lagi þá hóf ég að skrifa hjá mér innblástur og hugsanir sem ég hlaut við ritninganámið. Með því var auðveldara að einbeita sér að lesefninu og að auðkenna rödd andans.

Eftir að ritninganám varð aftur forgangsatriði í lífi mínu, þá uppgötvaði ég að ég hafði meiri tíma og orku til að koma öllu öðru nauðsynlegu í verk. Það sem mikilvægara var, þá fann ég aukna nálægð við Guð að nýju við að lesa og ígrunda ritningarnar. Þegar ég les ritningarnar núna, þá finn ég frið og lækningu fyrir sálina.