2018
Dásamleg lexía
April 2018


Dásamleg lexía

„Reynið mig, … hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun“ (Malakí 3:10).

Ljósmynd
An Amazing Lesson

Á uppeldisárum mínum í Guatemala átti fjölskylda mín verksmiðju þar sem íþróttabúningar voru framleiddir.

Faðir minn vildi að við börnin lærðum iðni og vinnusemi. Við hjálpuðum honum í verksmiðjunni. Ég kom mér oft í vandræði sem drengur. Ég var alltaf að brjóta eitthvað! Þegar ég var eldri lét faðir minn mig hafa umsjá með saumavélunum.

Faðir minn greiddi okkur fyrir vinnuframlag okkar. Hann spurði síðan vanalega: „Hvað ætlarðu að gera við peningana þína?“ Ég vissi rétta svarið: „Greiða tíund og safna fyrir trúboði.“

Þegar ég varð 13 ára varð fyrirtækið fyrir miklum fjárhagsskaða. Við urðum að losa okkur við margar saumavélar. Í stað þess að hafa tvö hundruð saumakonur urðu þær fimm eða færri. Þær unnu í bílskúrnum heima hjá okkur.

Ég hafði alltaf greitt tíundina mína, en skildi í raun ekki mikilvægi hennar. Ég lærði síðan dásamlega lexíu. Á laugardagsmorgni heyrði ég foreldra mína tala lágt saman. Faðir minn sagði móður minni að þau hefðu aðeins næga peninga til að greiða annaðhvort tíund eða kaupa mat. Þeir nægðu ekki fyrir hvorutveggja. Ég varð áhyggjufullur. Hvað myndi faðir minn gera?

Á sunnudeginum sá ég föður minn rétta greinarforsetanum umslag. Hann hafði valið að greiða tíundina! Ég gladdist yfir því, en hafði samt áhyggjur. Hvað áttum við að borða?

Snemma á mánudagsmorgni var knúið dyra á heimili okkar. Þar var fólk sem sagði föður mínum að það þyrfti að fá einkennisbúninga þegar í stað. Að öllu jöfnu þá var greitt fyrir pantanir eftir að þær höfðu verið afgreiddar. Fólkið greiddi þó föður mínum sama dag, áður en hann hafði einkennisbúningana tilbúna.

Á einni viku lærði ég dásamlega lífstíðar lexíu. Tíundarlögmálið gerir okkur kleift að efla trú okkar og sýna himneskum föður þakklæti. Tíundargreiðsla er blessun!

Prenta