2018
Hin einmanalega lokaferð frelsarans
April 2018


Hin einmanalega lokaferð frelsarans

Ljósmynd
the saviors final lonely journey PDF 1
Ljósmynd
the saviors final lonely journey PDF 2
Ljósmynd
the saviors final lonely journey PDF 3

Í jarðlífi sínu fór frelsarinn margar erfiðar ferðir – ferð hans frá Betlehem til Egyptalands sem ungabarn, fjörutíu daga ferð hans um óbyggðirnar, hinar mörgu ferðir hans í borgirnar, þorpin og heimilin, til að kenna og blessa, og margar fleiri ferðir. Það er þó ein ferð sem frelsarinn varð að takast á við einsamall og aðeins hann einn gat farið hana.

„Á sunnudagsmorgun höldum við upp á þann dýrðlega atburð sem var mest beðið eftir í sögu heimsins.

Það er dagurinn sem breytti öllu.

Líf mitt breyttist þann dag.

Líf þitt breyttist.

Örlög allra barna Guðs breyttust.“

Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, „The Gift of Grace,“ Liahona, maí 2015, 107.

Óviðjafnanlegar þjáningar

Ljósmynd
Jesus in Gethsemane

Ó, faðir minn, eftir Simon Dewey

„Enginn jarðneskur hugur fær skilið að fullu það sem Kristur tókst á við í Getsemane.

Við vitum að blóð streymdi úr hverri svitaholu líkama hans, er hann drakk hinn beiska bikar í botn, sem faðir hans ætlaði honum.

Við vitum að hann þjáðist bæði á líkama og í anda, meira en nokkur maður fær þolað, nema til dauða.

Við vitum að á einhvern hátt, utan okkar skilnings, uppfylltu þjáningar hans kröfur réttvísinnar, urðu lausnargjald hinum iðrunarfullu sálum frá kvöl og refsingu syndar, og gerðu miskunn mögulega fyrir þá sem trúa á hans heilaga nafn.

Við vitum að hann féll til jarðar, yfirbugaður af sársauka og angist, af hinni óendanlegu byrði sem olli því að með hrolli óskaði hann þess að þurfa ekki að bergja hinn beiska bikar.“

Öldungur Bruce R. McConkie (1915–85), í Tólfpostulasveitinni, „The Purifying Power of Gethsemane,“ Ensign, maí 1985, 9.

Persónuleg hugleiðing: Frelsarinn þoldi hverskyns sársauka meðan á friðþægingunni stóð, þótt okkur sé það ekki alltaf ljóst. Hann skilur sérhvern líkamlegan sársauka, allt frá beinbroti til alvarlegasta ólæknandi sjúkdóms. Hann upplifði myrkur og örvæntingu geðrænna kvilla, svo sem þunglyndis, kvíða, ánetjunar, einmanaleika og sorgar. Hann upplifði allan andlegan sársauka, því hann tók á sig allar syndir mannkyns.

Öldungur David A. Bednar, í Tólfpostulasveitinni, kenndi: „Á veikleikastundu getum við hrópað: ,Enginn veit hvernig þetta er. Enginn fær skilið það.‘ Sonur Guðs fær algjörlega skilið og þekkt, því hann hefur upplifað og borið byrðar okkar“ („Bear Up Their Burdens with Ease,“ Liahona, maí 2014, 90).

Hann einn var hæfur til þess

Ljósmynd
carrying the cross

Fylking að Golgata, eftir Bernardo Cavallino, Chrysler Museum of Art

„Það sem hann gerði gat einungis guðleg vera gert. Sem hinn eingetni sonur föðurins í holdinu, erfði Jesús guðlega eiginleika. Hann var eini einstaklingurinn sem nokkru sinni hefur fæðst inn í dauðlega tilveru sem gat framkvæmt þetta afar mikilvæga og guðdómlega verk. Sem hinn eini syndlausi maður sem lifað hefur á jörðunni, var hann ekki háður andlegum dauða. Vegna guðdómlegs eðlis hans, hafði hann einnig vald yfir líkamlegum dauða. Þess vegna gerði hann fyrir okkur það sem við getum ekki gert sjálf. Hann leysti kalda hlekki dauðans. Hann gerði okkur einnig mögulegt að þiggja hina ljúfu huggun gjafar heilags anda.“

James E. Faust forseti (1920–2007), annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, „The Atonement: Our Greatest Hope,“ Liahona, jan. 2002, 20.

Persónuleg hugleiðing: Frelsarinn rauf helsi dauðans með friðþægingu sinni og endurleysti okkur öll frá syndum okkar, svo sérhver maður geti eignast eilíft líf. Hann einn var hæfur til að fullvinna slíkt óvænlegt og ómögulegt verk. Þegar við stöndum frammi fyrir alvarlegum erfiðleikum, þá getum við huggað okkur við það að frelsarinn getur sannlega gert hið ómögulega mögulegt.

Hann kom ekki til baka

Ljósmynd
the burial

Gröfin, eftir Carl Heinrich Bloch

„Á Golgatahæð var særður líkami hans negldur á kross meðan hjálparvana fylgjendur hans horfðu á. Miskunnarlaust var hann hæddur, honum bölvað og hann gerður að athlægi. …

Kvalastundirnar liðu meðan líf hans fjaraði út. Af skrælnuðum vörunum komu orðin: ,Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn! Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann.‘ …

Á síðustu stundu hefði meistarinn getað komið til baka. Hann gerði það ekki. Hann laut neðar öllu, svo að hann gæti frelsað allt. Líflaus líkami hans var fljótt en blíðlega lagður í lánsgröfina.“

Thomas S. Monson forseti (1927–2018), „He Is Risen!“ Liahona, maí 2010, 89.

Persónuleg hugleiðing: Frelsarinn þoldi kvalafullan sársauka, einmanaleika og örvæntingu, en stóðst það og lauk jarðneskri ferð sinni með sæmd – og bað jafnvel föður sinn um að fyrirgefa þeim sem krossfestu hann. Við getum tekist á við okkar eigin raunir og erfiðleika af sæmd, sökum hans fullkomna fordæmis, og með hjálp hans getum við líka staðist allt til enda.

Hin mörgu vitni að upprisu hans

Ljósmynd
Mary at the tomb

Kona, hví grætur þú? eftir Mark R. Pugh

„Ég reiði ég mig á hin mörgu vitni að upprisu frelsarans, hvers reynsla og vitnisburður eru skráð í Nýja testamentinu – Pétur og félaga hans meðal hinna Tólf og hinna ástkæru og hreinu Maríu Magdalenu og fleiri. Ég trúi vitnisburðunum í Mormónsbók – Nefís postula, ásamt hins ónafngreinda mannfjölda í landi Nægtarbrunns, og fleiri. Ég trúi vitnisburði Josephs Smith og Sidneys Rigdon, sem í kjölfar ótal annarra vitnisburða, lýstu yfir hinum undursamlega vitnisburði síðustu ráðstöfunarinnar: „Að hann lifir! Því að við sáum hann.“ Undir alsjáandi augliti hans, er ég sjálfur vitni um að Jesús frá Nasaret er hinn upprisni frelsari og ég ber vitni um allt sem fylgt hefur í kjölfar þeirrar staðreyndar sem upprisan er. Megið þið hljóta fullvissu og huggun þessa sama vitnisburðar.“

Öldungur D. Todd Christofferson, í Tólfpostulasveitinni, „The Resurrection of Jesus Christ,“ Liahona, maí 2014, 114.

Persónuleg hugleiðing: Þótt við höfum ekki verið meðal þeirra sem sáu hinn upprisna og fullkomna líkama frelsarans, þá getum við samt verið vitni hans á okkar tíma. Hann getur ávallt verið miðpunktur lífs okkar, burt séð frá stað og stund. Í hvert sinn sem við bjóðum hjarta og hendur til þjónustu við aðra, sýnum öllum vinsemd, ljúfleika og virðingu, komum sannleikanum til varnar og miðlum vitnisburði okkar um fagnaðarerindið, þá erum við trúföst vitni um Jesú Krist.

Við þurfum ekki að vera ein

Ljósmynd
Christ walking along the shores

Hluti af Gakk með mér, eftir Greg Olsen, óheimilt að afrita

„Ein mesta huggun þessarar páskahátíðar er sú að sökum þess að Jesús gekk svo langan, einmanalegan veg algjörlega einsamall, þá þurfum við ekki að gera það. Hin einmanalega ferð hans gerði okkur mögulegt að njóta dásamlegs samfélags á okkar litlu útgáfu af þeim vegi – hinnar náðarsamlegu umhyggju föður okkar á himnum, óbrigðuls samfélags þessa elskaða sonar, hinar fullkomnu gjafar heilags anda, engla himins, fjölskyldumeðlima beggja megin hulunnar, spámanna og postula, kennara, leiðtoga og vina. Allt þetta og meira er okkur gefið til samfélags á okkar dauðlegu ferð, sökum friðþægingar Jesú Krists og endurreisnar fagnaðarerindis hans. Frá Golgatahæð heyrist lúðraþytur þess sannleika að við munum aldrei verða skilin eftir ein og hjálparlaus, jafnvel þótt okkur finnist stundum að svo sé. …

… Megum við standa með Jesú Kristi ,alltaf, í öllu og allsstaðar, hvar sem [við kunnum] að vera, já allt til dauða,‘ því vissulega stóð hann þannig með okkur þegar nauðsyn var allt til dauða og hann varð að standa sig algjörlega einsamall.“

Öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, „None Were with Him,“ Liahona, maí 2009, 88.

Persónuleg hugleiðing: Minnist hinnar einmanalegu lokaferðar frelsarans þessa páska. Hann fórnaði öllu sem hann átti, svo að þið og allir aðrir á jörðu geti hreinsast og eignast eilíft líf. Lærið af hans fullkomna fordæmi. Hafið hann í huga ykkar og hjarta. Hafið ávallt í huga að þið eru aldrei ein. Hann mun ekki yfirgefa ykkur, því hann fór lokaferð sína á enda, algjörlega einsamall. Elska hans til ykkar er óendanleg og óbreytanleg og hann er fús til að veita ykkur frið, huggun og von á ferð ykkar um jarðlífið. Friðþægingargjöf hans er eilíf og hún var ykkur gefin.

Prenta