2018
„Stökktu í ánna!“
April 2018


„Stökktu í ánna!“

Elvin Jerome Laceda

Pampanga, Filippseyjum

mother and baby in a hammock

Teikning eftir Gary Alfonso

Dag einn bað amma mig að fara með mat sem hún hafði tilreitt til frænku minnar. Þetta var á heitu sunnudagssíðdegi og það var margt annað sem ég vildi gera, fremur en að fara erinda fyrir ömmu mína. Ég bað hana að fá eitthvert frændsystkina minna til að gera það, en hún sat fast við sinn keip.

Klukkustund leið og mér tók að finnast að ég ætti að fara að beiðni ömmu minnar. Ég tók matinn og hélt af stað heim til frænku minnar. Það var langt að fara og ég hugðist ekki staldra lengi við.

Ég fann frænku mína og fimm mánaða gamalt barn hennar í hengirúmi sem bundið var við tvö ung mangótré. Trén voru við bakka ár sem var að baki hússins. Ég gekk til þeirra til að færa þeim matinn. Skyndilega brast reipið sem hélt hengirúminu. Frænka mín og barnið hennar ultu út í ánna. Hræðsla greip mig. Ég kunni ekki að synda og engin var sjáanlegur til að hjálpa. Ég vissi ekki hvað til bragðs ætti að taka.

Skyndilega heyrði ég rödd andans segja: „Stökktu út í ánna!“

Án þess að hugsa það neitt frekar, þá stökk ég. Til allrar hamingju, þá fann ég barnið á fáeinum sekúndum og frænku minni tókst að komast upp úr vatninu. Þegar ég kom upp úr vatninu með barnið, þá varð ég orðlaus yfir því sem gerst hafði. Ég hafði stokkið út í ánna án þess að kunna að synda, en vegna þess að ég hlustaði á andann, þá var mér og litla frændsystkini mínu bjargað frá drukknun.

Mér varð ljóst hve mikilvægt er að þekkja andann og bregðast við þeirri leiðsögn og innblæstri sem Guð gefur okkur með sínum heilaga anda. Ég er þakklátur fyrir að ég hafi látið til leiðast og loks farið að beiðni ömmu um að fara með matinn heim til frænku minnar. Ég veit að við verðum að gera það sem þarf til að vera næm fyrir andlegum innblæstri, svo við getum verið hendur Guðs til hjálpar börnum hans.