Endurreisn kirkjunnar hófst þegar himneskur faðir og Jesús Kristur vitjuðu Josephs Smith árið 1820. Eftir það gerðust aðrir mikilvægir atburðir til að gera kirkju Jesú Krists að veruleika á jörðu. Lesið þessi spjöld, klippið þau út, límið þau á pappír og farið í pörunarleik.
Himneskur faðir og Jesús Kristur vitjuðu Josephs Smith …
… og því veit ég að þeir hafa líkama eins og ég!
Joseph Smith þýddi gulltöflurnar …
… og því get ég lesið Mormónsbók!
Jóhannes skírari veitti Joseph Smith og Oliver Cowdery Aronsprestdæmið …
… og því get ég skírst í Kirkju Jesú Krists hina Síðari daga heilögu!
Pétur, Jakob og Jóhannes endurreistu Melkísedeksprestdæmið …
… og því get ég hlotið gjöf heilags anda.
Kirkjan var stofnuð 6. apríl árið 1830 …
… og því get ég farið í kirkju!
Emma Smith tók saman söngva fyrir fyrstu sálmabók kirkjunnar …
… og því get ég sungið sálma!
Í Kirtland musterinu veitti Elía Joseph Smith lyklana til að innsigla fjölskyldur …
… og því get ég unnið ættarsögu og farið í musterið!
Drottinn bauð hinum heilögu að greiða 10 prósent tíund …
… og því get ég greitt tíund og föstufórnir!
Aurelia Rogers hóf Barnafélagið til að kenna börnum í hverfi sínu …
… og því get ég farið í Barnafélagið!