2018
Hinn bjarta sunnudagsmorgun
April 2018


Sígildar trúarsögur

Hinn bjarta sunnudagsmorgun

Úr aðalráðstefnuræðu október 2006.

Á þeim degi leysti hinn upprisni frelsari hlekki dauðans. Hann reis úr gröfinni og birtist sigrihrósandi sem dýrðlegur frelsari alls mannkyns.

Ljósmynd
Mary Magdalene at the tomb

Við vitum hvað upprisa er – hún er sameining anda og líkama í sinni fullkomnu mynd. …

Getið þið ímyndað ykkur slíkt? Hápunkt lífs okkar? Aldrei veik, aldrei þjáð, aldrei þjökuð af þeim krankleika sem við upplifum svo oft í þessu lífi?

Upprisan er kjarni trúar okkar sem kristina manna. …

… Þegar frelsarinn reis úr gröfinni, gerði hann nokkuð sem engin … annar gat gert. Hann leysti hlekki dauðans, ekki aðeins fyrir sjálfan sig, heldur fyrir alla sem lifað hafa – bæði réttláta og rangláta. …

… Hann gerði þá gjöf að veruleika fyrir alla. Fyrir tilstilli þessa göfuga verks, mildaði hann þá ömurlegu og tærandi sorg er nístir sál þeir sem misst hafa dýrmæta ástvini.

Ég hugsa um hinn myrka föstudag þegar Kristi var lyft upp á krossinn. …

… Jörðin hristist og myrkrið grúfði yfir. …

Mennirnir illu sem sóst höfðu eftir lífi hans fögnuðu. …

Á þeim föstudegi rifnaði fortjald musterisins í tvennt.

María Magdalena og María móðir Jesú voru báðar harmþrungnar af sorg. … Þessi afbragðsmaður sem þær höfðu elskað og heiðrað hékk nú líflaus á krossi. …

… Postularnir voru harmþrungnir. Jesús, frelsari þeirra – maðurinn sem gengið hafði á vatni og reist við hina dánu – var nú á valdi ranglátra manna. …

Á þessum föstudegi ríkti ömurleg og tærandi sorg. …

Ég held að af öllum dögum frá upphafi sögu mannkyns hafi þessi föstudagur verið sá myrkasti.

Örvæntingin var [þó] ekki varanleg, því á sunnudeginum leysti Drottinn hlekki dauðans. Hann reis úr gröfinni og birtist sigrihrósandi sem dýrðlegur frelsari alls mannkyns.

Jafn skjótt þornuðu augu þeirra sem áður voru full tárum. Þeir sem áður höfðu farið með hljóðar bænir í hryggð og sorg fylltust nú undrun og lofi, því Jesús Kristur, sonur hins lifandi Guðs, stóð nú frammi fyrir þeim, … sem sönnun þess að dauðinn er aðeins upphafið að annarri og undursamlegri tilveru.

Sérhvert okkar mun upplifa sinn langa föstudag – daga sem sjálfur heimurinn virðist bresta og brot hans tvístrast hvarvetna umhverfis. …

Í hans nafni, sem sigraði dauðann, ber ég ykkur vitni um – að sunnudagur mun upp renna. Í myrkri og sorg mun sunnudagur upp renna.

… Hver sem sorgin er, þá mun sunnudagur upp renna. Í þessu lífi eða því næsta, þá mun sunnudagur upp renna.

Ég ber ykkur vitni um að upprisan er ekki uppspuni. Við búum að persónulegum vitnisburði þeirra sem sáu hann. Þúsundir í gamla og nýja heiminum hafa séð hinn upprisna frelsara. Þeir hafa þreifað á örum handa hans, fóta og síðu. …

Eftir upprisuna, hlutu lærisveinarnir endurnýjaðan þrótt. Þeir fóru um heiminn … til að boða af dirfsku Jesú Krist, upprisinn son hins lifandi Guðs.

Margir þeirra … dóu sem píslarvottar með vitnisburð um hinn upprisna Krist á vörum sér.

Upprisan breytti lífi þeirra sem urðu vitni að henni. Ætti hún ekki að breyta okkar lífi?

Við munum öll rísa úr gröfinni. …

Við munum sameinast að nýju þeim sem við elskum, vegna fyrirmyndar og eilífrar fórnar frelsara heimsins.

… Á þeim degi munum við fagna yfir að Messías sigraði allt, svo við mættum eiga ævarandi líf.

Vegna helgiathafnanna sem við hljótum í hinu helga musteri, mun brottför okkar úr þessu stutta jarðlífi ekki verða til að slíta um lengri tíma þau sambönd sem bundin hafa verið eilífum böndum.

Það er hátíðlegur vitnisburður minn að dauðinn er ekki endir tilveru okkar. …

Megum við skilja og þakka fyrir hina dýrmætu gjöf sem veitist okkur, sem sona og dætra ástríks himnesks föður og fyrirheit þess bjarta dags þegar við öll munum sigrihrósandi rísa úr gröfinni.

… Hversu myrkur sem okkar langi fösturdagur kann að verða, þá mun sunnudagur upp renna.

Prenta