2018
Þetta er staðurinn
April 2018


Þetta er staðurinn

Simeon Nnah

Aba, Nígeríu

Ljósmynd
man standing in the temple

Teikning eftir Allen Garns

Faðir minn, sem er heittrúaður kristinn maður, kenndi mér að trúa á Jesú Krist. Sú trú hjálpaði mér að lifa af hina þriggja ára borgarastyrjöld í Nígeríu, síðla á sjöunda áratug tuttugustu aldar, þegar ég var í hernum. Síðar varð ég hins vegar ráðvilltur og hætti að sækja kirkju.

Þegar ég kom til Bandaríkjanna, árið 1981, til að afla mér menntunar, fannst mér ég þurfa að hafa Guð í lífi mínu. Ég sótti hinar ýmsu kirkjur í tvö ár í Boston, Massachusetts, en engin þeirra höfðaði til mín. Ég fann ekki fyrir andanum, svo ég hætti leit minni.

Nokkru eftir að eiginkona mín, Mabel, kom til mín frá Nígeríu, upplifði ég að nýja djúpa þrá til að komast nær Guði og tilheyra kirkju. Einn vinur minn frá Nígeríu sem heimsótti okkur en vissi ekki að ég væri að leita að kirkju, sagði mér frá kirkju sem hann hafði heyrt um og væri með bók sem nefndist Mormónsbók.

Eftir þetta, hélt ég áfram að leita mér að kirkju. Ég fann kirkju sem heitir Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Orðið heilagir vakti athygli mína. Ég vissi ekki að til væri kirkja með meðlimum sem væru kallaðir heilagir. Ég ákvað að kynna mér hana betur næsta sunnudag.

Á sakramentissamkomunni sem ég fór á söng söfnuðurinn sálma með lotningu, prestar blessuðu brauð og vatn og guðsþjónustan var formföst í anda auðmýktar. Á leið minni í anddyrið, eftir samkomuna, heyrði ég nafn mitt nefnt.

„Simeon,“ sagði rödd andans, „þetta er staðurinn.“

Á samri stundu, komu til mín tveir trúboðar. Þeir kynntu sig og sögðu mér frá Mormónsbók. Ég horfði á þá og sagði: „Ég þekki ekkert til Mormónsbókar, en ég þekki Biblíuna. Ég er reiðubúinn.

Þeir hófu að kenna mér sáluhjálparáætlunina. Ég lét skírast innan mánaðar frá því. Eiginkona mín gekk í kirkjuna stuttu eftir það. Fáeinum árum eftir það, vorum við innsigluð í Washington D.C. musterinu og börnin okkar fimm voru innsigluð okkur.

Í musterinu hefur margt opinberast mér, en orðin sem ég heyrði fyrsta daginn minn í kirkju hafa oft verið staðfest fyrir mér í musterinu með opinberun: „Þetta er staðurinn.“ Áhrif þessarar yfirlýsingar frá heilögum anda hefur varanlega breytt lífi mínu og eiginkonu minnar og barna.

Prenta