„Uglan og háhyrningurinn,“ Barnavinur, maí 2023, 8–9
Uglan og háhyrningurinn
Hvernig gátu málverk Dieters hjálpað öðrum?
Þessi saga gerðist í Kanada.
Dieter langaði að hlusta á aðalráðstefnu. Hann reyndi að sitja kyrr. Hann reyndi að hlusta á ræðurnar. En þar sem hann er með einhverfu, var erfitt fyrir hann að einbeita sér. Hann iðaði á sófanum. Hann lék sér með leikföngin sín. Hann hljóp um.
Síðan leit hann á pabba. Pabbi sat hljóðlega og hlustaði á ræðumennina. Dieter vildi verða eins og hann. Hann náði því í myndlistarföndrið sitt. Kannski myndi það hjálpa honum að sitja hljóðlega ef hann málaði mynd.
Á meðan Dieter málaði, hlustaði hann á ræðu öldungs Jeffreys R. Holland. Öldungur Holland sagði sögu um Jesú. Jesú bað ungan ríkan mann að gefa hinum fátæku alla peningana sína.*
Dieter langaði líka að hjálpa fólki sem átti ekki næga peninga. Hann fékk hugmynd.
„Mamma, mig langar að mála uglu,“ sagði Dieter. „Geturðu teiknað hana fyrir mig?“
„Að sjálfsögðu,“ sagði mamma. Hún teiknaði uglu.
Dieter dýfði penslinum sínum í málninguna. Hann málaði vængi uglunnar fyrst. Hann gerði sumar fjaðrirnar brúnar, aðrar appelsínugular. Þegar hann málaði, hlustaði hann á hinar ræðurnar. Jafnvel eftir að allar ræðurnar voru búnar, hélt Dieter áfram að vinna. Hann vildi að uglan yrði fullkomin.
Loks var Dieter búinn. Hann sýndi mömmu ugluna.
„Hún er frábær!“ sagði mamma. „Ættum við að hengja hana upp?“
Dieter hristi höfuðið og sagði nei: „Mig langar að selja hana og gefa peninginn til hjálpar þeim sem eiga ekki næga peninga. Eins og var talað um á ráðstefnunni.“
Mamma brosti. „Sjáum hvað við getum gert.“
Hún setti mynd af málverki Dieters á netið til sölu. Mamma skrifaði að Dieter myndi gefa peningana í athvarf fyrir heimilislausa.
Næsta dag kíktu Dieter og mamma á póstinn. Dieter gat ekki trúað sínum eigin augum! Margir vildu kaupa myndina hans. Hann var glaður að svo margir vildu veita aðstoð.
Veitingastaður í borg Dieters bað um að fá að kaupa málverkið. Þeir sögðust myndu greiða tíu sinnum hærra verð en Dieter og mamma hans höfðu óskað eftir! Aðrar verslanir báðu hann líka um málverk. Dieter hafði verk að vinna!
Mamma teiknaði fleiri dýr og Dieter tók fram málninguna sína. Hann teiknaði úlf, ljón og háhyrning. Hann var hrifnastur af háhyrningnum. Hann nefndi hann „háhyrninginn Otis.“ Matvöruverslun nálægt heimili hans keypti myndina. Næst þegar Dieter fór í verslunina, sá hann hana hangandi á veggnum!
„Sjáðu mamma!“ Dieter bendir á málverkið.
„Vá!“ sagði mamma. „Nú, í hvert skipti sem við komum hingað getum við minnst þess hvernig hæfileikar þínir hjálpuðu fólki.“
Dieter var stoltur af því að fólk kynni að meta málverkin hans. Hann var samt hamingjusamari yfir því að hann hafi getað hjálpað öðrum. Hann var glaður að hafa hlustað á aðalráðstefnu.