2023
Musteriskraftaverk Jimena
Maí 2023


„Musteriskraftaverk Jimena,“ Barnavinur, maí 2023, 36–37.

Musteriskraftaverk Jimena

Hún var óörugg. Hún vissi samt að Drottinn myndi hjálpa sér.

Þessi saga gerðist í Gvatemala.

Stúlka í bíl með móður sinni og föður

Jimena klifraði upp í bílinn og spennti beltið. Hún og foreldrar hennar voru á leið til musterisins. Það yrði í fyrsta sinn sem hún myndi gera musterisskírnir. Pabbi myndi skýra hana fyrir nokkra áa þeirra. Jimena gat ekki beðið!

Þá hugsaði Jimena um nokkuð sem gerði hana órólega hið innra. „Pabbi,“ sagði hún, „hvað með dæluna mína?“

Jimena var með sykursýki 1. Til þess að halda heilsu var hún ávallt með lítið tæki sem kallast insúlíndæla, til að hjálpa að stjórna sykurmagninu í blóði hennar. Ef það leið of langur tími sem hún var ekki með dæluna, varð hún veik.

„Munu þeir leyfa mér að vera með hana inni í musterinu?“ spurði Jimena. Hjarta hennar sló ört. „Hvað með þegar ég fer í vatnið?!

„Það verður allt í lagi,“ sagði pabbi. „Þú getur verið með dæluna þar til þú ferð í vatnið. Svo getur mamma hjálpað þér að setja hana aftur á þig um leið og þú kemur upp úr.“

Mamma kinkaði kolli. „Ef þér fer svo að líða illa á meðan þú ert að gera skírnirnar, þá segirðu pabba það bara og þú getur hætt.“ Mamma þrýsti hendi hennar. „Við verðum með þér allan tímann.“

„Allt í lagi,“ sagði Jimena. Hún var samt óörugg. Mamma hennar og pabbi höfðu samt hjálpað henni að líða örlítið betur.

Fjölskylda fyrir utan musterið

Þegar þau komu, hélt Jimena í hendur mömmu og pabba er þau gengu að musterisdyrunum. Um leið og hún steig inn fyrir, fann Jimena hlýja, hughreystandi tilfinningu. Hún vissi að heilagur andi var að segja henni að himneskur faðir myndi hjálpa henni, jafnvel þó hún væri óörugg. Allt myndi verða í lagi, alveg eins og pabbi hafði sagt.

Jimena skipti yfir í hvít föt. Svo hjálpaði mamma Jimena að taka dæluna af sér. „Það verður bara í nokkrar mínútur,“ sagði mamma. Hún faðmaði Jimena að sér.

Insúlíndæla

Jimena steig niður í vatnið. Pabbi beið hennar þar. Hann rétti út hönd sína og hjálpaði henni niður tröppurnar.

Pabbi sagði skírnarbænina og dýfði Jimena ofan í vatnið. Þegar hún kom aftur upp, brosti Jimena. Síðan gerðu þau nokkrar skírnir í viðbót.

„Er allt í lagi?“ hvíslaði pabbi í heyra hennar.

„Já!“ sagði Jimena.

Pabbi skírði hana fyrir nokkra í viðbót. „Geturðu gert nokkrar í viðbót?“ spurði hann aftur.

Stúlka og faðir hennar í skírnarfonti musterisins

„Já!“ sagði Jimena.

Eftir síðustu skírnina hjálpaði mamma Jimena að setja dæluna á og athugaði sykurmagnið í blóði Jimena. Mamma brosti. Það var eðlilegt! Það var eins og Jimena hefði ekki tekið dæluna af sér.

Næst fóru þau inn í minna herbergi. Pabbi setti hendur sínar á höfuð Jimena. Hann staðfesti hana sem meðlim Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fyrir það fólk sem hafði dáið og hún hafði verið skírð fyrir. Nú gátu áar hennar valið að ganga í kirkju Krists!

Á fjölskyldukvöldi næstu viku, töluðu Jimena og foreldrar hennar um musterisferð sína. „Musterið er hús Drottins,“ sagði pabbi. „Þegar við förum, getum við upplifað kraftaverk í lífi okkar.“

„Hvernig kraftaverk?“ spurði Pablo, litli bróðir Jimena.

„Ég var óróleg við að þurfa að taka af mér insúlíndæluna til að fara ofan í vatnið,“ sagði Jimena. „En þegar ég var að gera skírnirnar, leið mér ekki einu sinni illa. Það var kraftaverk!“ Jimena brosti. „Jafnvel þó að ég hafi verið hrædd, þá hjálpaði heilagur andi andi mér að vera róleg. Það var líka kraftaverk.“

PDF saga

Myndskreyting: Alyssa Petersen