2023
Kveðja frá Grænhöfðaeyjum!
Maí 2023


„Kveðja frá Grænhöfðaeyjum!“ Barnavinur, maí 2023, 22–23.

Kveðja frá Grænhöfðaeyjum!

Lærið um börn himnesks föður víða um heim.

Ljósmynd
Fáni Grænhöfðaeyja

Myndskreyting: Carolina Farías

Grænhöfðaeyjar eru eyríki nærri ströndu Vestur-Afríku. Þar búa um það bil 480 þúsund manns.

Tungumál

Ljósmynd
Tvær stúlkur að spjalla

Portúgalska er opinbert tungumál þar. Fólkið talar einnig Grænhöfðaeyska kreólsku, eða kriolu, sem byggir á portúgölsku.

Eldfjöll

Ljósmynd
Eldfjall

Grænhöfðaeyjar samanstanda af 10 eyjum, sem urðu til úr eldfjöllum. Stærsta virka eldfjallið kallast Pico do Fogo Það er 2.829 metra hátt.

Trúarbrögð

Ljósmynd
Kirkjubygging

Um 80 prósent íbúa eru kaþólskir. Þar eru einnig um 16 þúsund meðlimir kirkjunnar okkar.

Tónlist

Ljósmynd
Fjölskylda syngur

Fólkið á Grænhöfðaeyjum elskar tónlist! Það syngur yfirleitt á kreólsku og tónlist þeirra blandar saman stefnum frá Portúgal, Brasilíu og Vestur-Afríku.

Praia-musterið

Ljósmynd
Praia-musterið, Grænhöfðaeyjum

Fyrsta musteri Grænhöfðaeyja var vígt á síðasta ári!

Prenta