2023
Svör um musterið
Maí 2023


„Svör um musterið,“ Barnavinur, maí 2023, 38–39.

Svör um musterið

Hvernig er musterið að innanverðu?

Ljósmyndir af innanverðu musterinu

Musterið er hús Drottins. Það er hreint og fallegt hið innra. Allir klæðast hvítu og reyna að sýna lotningu. Það er friðsæll staður til að tilbiðja Guð, læra og finna kærleika frelsarans fyrir tilstuðlan heilags anda.

Hvað gerir fólk inni í musterinu?

Ljósmynd af stúlku og dreng við hlið ljósmyndar af áum þeirra

Í musterinu lærum við um áætlun Guðs og gerum sáttmála við hann. Við gerum það með því að taka þátt í helgiathöfnum eins og skírnum, staðfestingum og að innsiglast fjölskyldu okkar.

Hvernig klæðist ég þegar ég fer í musterið?

Drengur í jakkafötum og bindi við hlið drengs í hvítum samfestingi

Þið ættuð að klæðast sparifötunum ykkar þegar þið farið til musterisins. Þegar þið eruð komin þangað inn munið þið skipta um og fara í sérstök föt til að gera helgiathafnir. Fyrir skírnir, munu starfsmenn musterisins láta ykkur fá hvíta samfestinga til að klæðast.

Hvað eru musterismeðmæli?

Brosandi drengur tekur á móti spjaldi

Musterismeðmæli eru pappírssnepill sem leyfir ykkur að fara í musterið. Hægt er að hljóta þau frá meðlimi biskupsráðs eða greinarráðs. Hann mun spyrja ykkur hvort þið haldið boðorðin og hvort þið hafið vitnisburð. Ef þið eruð verðug og tilbúin að fara í musterið, mun hann veita ykkur musterismeðmæli.

Hvaða felst í því að gera skírnir fyrir dána?

Stúlka að skírast í skírnarfonti musteris

Í musterinu getum við látið skírast fyrir fólk sem hefur dáið án þess að hafa skírst. Þið klæðist hvítu og ykkur verður dýft í (alla leið í kaf) vatnið.

PDF saga

Myndskreyting: Simini Blocker