„Ráðstefnupunktar,“ Barnavinur, maí 2023, 5.
Ráðstefnupunktar
Við trúum á Krist
Oaks forseti sagði að við trúum á Jesú Krist. Hann las margar ritningagreinar um það sem Jesús sagði í lífi sínu og þegar hann heimsótti Nefítanna. Við ættum að læra orð Jesú svo þau geti leitt okkur í lífinu.
Þetta kennir mér:
Aftur með Jesú
Öldungur Stevenson sagði frá tveimur stúlkum sem höfðu misst frænku sína. Eiginkona öldungs Stevensons, Lesa, spurði þær hvernig þeim liði. Þær voru sorgmæddar en þær deildu vitnisburði sínum með henni. Þær vissu að frænka þeirra væri hamingjusöm og gæti verið með Jesú. Trú á Jesú Krist og eilíft líf huggar okkur.
Þetta kennir mér:
Vitnisburður í strætó
Öldungur Corbitt talaði um konu sem hann talaði við í strætóferð. Hún spurði hann hvers vegna hann tryði á Jesú Krist. Hann var ekki viss hvað hann ætti að segja. Þá ákvað hann að leggja áherslu á það sem skipti mestu máli. Hann sagði henni að við þörfnumst þess að Jesú hjálpi okkur að snúa aftur til himnesks föður. Við getum líka miðlað vitnisburði okkar.
Þetta kennir mér:
Bera grjót
Systir Johnson miðlaði því hvernig erfiðleikar í lífinu séu eins og að bera bakpoka fullan af grjóti. Við berum grjót vegna synda okkar, óvild annarra og áskorana lífsins. Jesús Kristur hjálpar okkur að létta á bakpokum okkar ef við snúum okkur til hans. Við getum einnig hjálpað til við að létta bakpoka annarra með því að annast þá eins og Jesús myndi gera.
Þetta kennir mér: