2023
Píanóleikarinn Cameron
Maí 2023


„Píanóleikarinn Cameron,“ Barnavinur, maí 2023, 40–41.

Píanóleikarinn Cameron

Cameron kunni ekki að spila, en hann langaði að hjálpa til.

Þessi atburður gerðist í Bandaríkjunum.

Ljósmynd
Drengur æfir sig á píanó

„Guðs barnið eitt ég er,“ söng Cameron með hinum Barnafélagsbörnunum. Cameron var heyrnarskertur, en hann unni söng. Það var stutt í að þau myndu syngja í Barnafélagsdagskránni. Það var aðeins einn mánuður þangað til!

Þegar söngtíminn var búinn kom systir Jones með tilkynningu. „Píanóleikari Barnafélagsins flytur í burtu fljótlega. Við myndum virkilega kunna að meta ef einhver ykkar myndu spila á píanóið fyrir Barnafélagsdagskrána. Hefði einhver ykkar gaman að því að spila eitt eða tvö lög?

Cameron rétti upp hönd sína. Hann langaði að hjálpa til með dagskrána.

Systir Jones skrifaði niður nöfn þeirra barna sem langaði að hjálpa til. „Emma. Ben. Og Cameron! Ég vissi ekki að þú kynnir að spila?“ Hún brosti.

Cameron hafði aldrei lært á píanó en hann hafði gaman að því að búa til lög á píanóið heima hjá ömmu hans.

„Ég er ekki mjög góður enn þá,“ sagði hann. „En ég held að ég geti gert það ef ég æfi mig!“

„Takk fyrir að vera fús til að þjóna,“ sagði systir Jones. Hún úthlutaði hverju barni tveimur lögum til að spila.

Cameron langaði að hlaupa niður ganginn. Hann hafði alltaf langað til að læra, núna fengi hann tækifæri til þess!

„Þú virðist spenntur! Gerðist eitthvað í Barnafélaginu?“ spurði mamma þegar þau fóru inn í bílinn eftir kirkju.

Cameron brosti breitt. „Ég er að fara að spila á píanóið fyrir Barnafélagsdagskrána!“

„Ég er mjög glöð að þig langar að hjálpa til,“ sagði mamma. „Þú kannt samt ekki að spila nægilega vel á píanó til að gera það.“

Cameron settist beint upp. „Ég get lært það. Ég mun æfa mig mjög vel! Ég get notað píanóið hennar ömmu.“

„Þá þurfum við að byrja strax!“ sagði mamma.

Mamma hjálpaði Cameron að finna píanókennara. Kennarinn sýndi honum einfalda leið til að spila „Musterið“ og „Kirkja Jesú Krists.“

Cameron æfði á píanóið heima hjá ömmu eins oft og hann gat. Hann æfði hverja línu í söngvunum aftur og aftur. Hann gerði mörg mistök, en hann hélt áfram að reyna og spila. Loksins gat hann spilað bæði lögin.

Það leið að Barnafélagsdagskránni. „Hvernig líður þér?“ spurði mamma.

Cameron hélt píanóbók sinni fast að sér. „Stressaður, samt líka spenntur.“

Ljósmynd
Drengur spilar á píanó og börn syngja

Þegar kom að honum, skulfu hendur Cameron aðeins. Himneskur faðir, viltu hjálpa mér, bað hann í huga sínum. Hann dró djúpt andann. Síðan spilaði hann eins vel og hann gat. Hin börnin sungu með.

Við enda lagsins, brosti hann. Þetta var gaman! Hann vissi að heilagur andi hjálpaði honum.

Nú þegar hann hafði þegar spilað eitt lag, var Cameron öruggari. Hann hóf seinna lagið. Fingur hans færðust yfir nóturnar eins og hann hafði æft.

Þetta var uppáhalds lag Cameron. Hann hugsaði um orðin er hann spilaði. „Og á frelsarann Jesú trúi ég, og tigna nafnið hans.“ Cameron hafði lagt sig allan fram við að læra lögin fyrir dagskrána.

Kannski er það að spila á píanó ein leið til að gefa vitnisburð minn, hugsaði Cameron.

Eftir dagskrána faðmaði mamma Cameron þétt að sér.

„Hvernig fannst þér þetta?“ spurði hún.

„Ég var svolítið stressaður fyrst, en það var gaman!“ sagði Cameron Hann langaði að halda áfram að æfa og læra enn fleiri lög.

Ljósmynd
PDF saga

Myndskreyting: Adam Koford

Prenta