2023
Yfirfull af kærleika
Maí 2023


„Yfirfull af kærleika,“ Barnavinur, maí 2023, 26–27.

Yfirfull af kærleika

„Getum við hjálpað fjölskyldu Jose líka?“ spurði Marius.

Þessi saga gerðist á Filippseyjum.

Ljósmynd
Börn veifa

Þegar Marius gekk upp að húsi sínu gat hann heyrt fólk tala saman fyrir innan. Hann kíkti inn um gluggann.

Hver ætli sé hér, hugsaði hann með sér. Mamma hans bjó í öðru landi vegna vinnu, þannig að vanalega voru bara hann og Lola (amma) heima.

Hann opnaði dyrnar. Allir vinir hans voru þar samankomnir!

„Til hamingju!“ sögðu þeir.

„Okkur langaði að fagna með þér og fagna medalíunni sem þú fékkst á Taekwondo-mótinu“ sagði Jose, besti vinur Mariusar.

„Ég er svo stoltur af þér.“ Lola knúsaði Marius í stóru faðmlagi. „Mamma þín er í símanum! Ég er viss um að hún vill heyra alla söguna um medalíuna.“

Eftir símtalið við mömmu, nutu hann og vinir hans veislunnar. Þeir skemmtu sér við að spjalla og borða góðan mat Lolu.

„Vilt koma með mér í keilu á morgun?“ spurði Jose áður en hann fór.

„Jahá,“ sagði Marius.

Það kvöldið sagði Marius bæn fyrir svefninn. „Himneski faðir, þakka þér fyrir að gefa mér svona góða vini og fjölskyldu. Viltu blessa mömmu mína svona langt í burtu. Og viltu blessa mig með skemmtilegum degi á morgun í keilu með Jose.“

Næsta dag fór Marius samt ekki í keilu. Mikill regnstormur gekk yfir og allir urðu að halda sig innandyra. Marius sat heima og hlustað á rigninguna berja á þakinu. Hann vildi að hann gæti hitt Jose.

Það hélt áfram að rigna í þrjá daga. Það flæddi yfir göturnar. Það flæddi einnig inn í sum húsin í hverfi Mariusar.

Seinna fann Marius Lolu í eldhúsinu. Hún var að elda eitthvað sem ilmaði dásamlega.

„Hvað ertu að elda?“ spurði hann.

„Ég er að elda mat fyrir nokkrar fjölskyldnanna í deildinni okkar,“ sagði hún. „Það flæddi inn í hús þeirra og biskupinn bað mig um aðstoð.“

Marius hugsaði til Jose. „Getum við eldað mat fyrir fjölskyldu Jose? Þau gætu líka þarfnast hjálpar.“

„Það er góð hugmynd,“ sagði Lola.

Marius eldaði smá hrísgrjón og steikti egg fyrir Jose og fjölskyldu hans. Síðan hjálpaði hann Lolu að pakka matnum saman.

Loksins hætti að rigna. Marius og Lola óðu út í göturnar til að fara með matinn. Vatnið náði upp að hnjánum á Mariusi.

Ljósmynd
Drengur og amma hans ganga á yfirfullum götum

Þau fundu Jose og fjölskyldu hans fyrir framan hús þeirra. Jose grét.

Marius huggaði vin sinn. „Mér þykir leitt að það skyldi flæða inn í hús ykkar,“ sagði hann. „Jesús elskar ykkur. Og við elskum ykkur líka.“

Marius og Jose hjálpuðu til við að hreinsa foruga hlutina í húsi Jose. Marius söng „Guðs barnið eitt ég er“ er þeir unnu. Þegar þeir tóku sér hlé, gaf Marius Jose matinn sem hann hafði búið til handa honum.

„Takk fyrir að hjálpa fjölskyldu minni,“ sagði Jose. „Þakka þér líka fyrir matinn! Hann er gómsætur.“

„Verði þér að góðu,“ sagði Marius.

„Heldurðu að þú gætir sagt mér meira um Jesú? Og frá laginu sem þú varst að syngja?“ spurði Jose.

„Endilega!“ sagði Marius. „Vilt þú koma í kirkju með mér á sunnudaginn? Það er þar sem ég læri um Jesú. Við getum líka sungið saman.“

„Allt í lagi,“ sagði Jose.

Marius fann hlýju hið innra. Hann var glaður að hann gat hjálpað Jose og fjölskyldu hans. Hann var líka glaður að hann gæti miðlað fagnaðarerindinu.

Ljósmynd
PDF saga

Myndskreyting: Jamie Bauza

Prenta