2023
Kom, fylg mér – Verkefni
Maí 2023


Kom, fylg mér – Verkefni,“ Barnavinur, maí 2023, 10–11.

Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld, ritningarnám eða bara til ánægju!

Sýna þakklæti

Pappírskeðja

Myndskreyting: Katy Dockrill

Fyrir Lúkas 12–17; Jóhannes 11

Frásögn: Lesið söguna „Þakklátur maður“ á bls. 46. Hvernig getið þið sýnt þakklæti?

Lag: „Ég þakka þér faðir“ (Barnasöngbókin, 9)

Verkefni: Klippið út 10 pappírslengjur. Á hverja lengju skrifið þið eitthvað eitt sem þið eruð þakklát fyrir. Hlekkið svo lengjurnar saman við hinar og límið endana saman til að mynda keðju. Hengið síðan þakklætiskeðju ykkar upp þar sem þið getið séð hana oft.

Þjónustuofurhetja

Drengur í ofurhetjubúning stendur við hlið eldri konu með staf

Fyrir Matteus 19–20; Markús 10; Lúkas 18

Frásögn: Jesús Kristur kenndi að við ættum að aðstoða þá sem eru þurfandi (sjá Markús 10:17–22). Lesið „Uglan og háhyrningurinn“ á bls. 8, til að komast að því hvernig drengur að nafni Dieter fylgdi Jesú.

Lag: „Boðorðin haldið“ (Barnasöngbókin, 69)

Verkefni: Farið á bls. 12 og verðið þjónustuofurhetja.

Hlustunartré

Barn dregur útlínur handar á blað

Fyrir Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12

Frásögn: Sakkeus langaði að sjá Jesú en mikil mannþröng varnaði honum sýn. Sakkeus klifraði upp í tré svo hann gæti séð og heyrt betur í Jesú. (Sjá Lúkas 19:2–8.)

Söngur: „Þá hlusta vel á hjarta mitt” (Music for Children, ChurchofJesusChrist.org)

Verkefni: Búið til handartré! Dragið útlínur handar ykkar og handleggs á blað. Handleggurinn verður stofninn og fingur ykkar verða greinarnar. Skrifið eða teiknið leiðir sem þið getið hlustað á Jesú í kringum hverja grein.

Trúboðar núna

Fjórir einstaklingar sitja í hring með fæturna út á við

Fyrir Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21

Frásögn: Jesús sagði að áður en hann kemur aftur, verður fagnaðarerindið prédikað um allan heim (sjá Joseph Smith – Matteus 1:31). Við getum hjálpað við undirbúning seinni komunnar með því að miðla öðrum fagnaðarerindinu.

Lag: „Ég feginn fara vil í trúboð“ (Barnasöngbókin, 91)

Verkefni: Búið til ykkar eigið trúboðsnafnspjald! Skrifið nafn ykkar á blað og klippið út. Skrifið aftan á blaðið eitthvað eitt sem þið getið gert til að miðla fagnaðarerindinu núna. Nælið eða límið nafnspjaldið á skyrtu ykkar.

Þjónustufætur

Fyrir Matteus 26; Markús 14; Jóhannes 13

Frásögn: Jesús Kristur þvoði fætur postula sinna (sjá Jóhannes 13:4–16). Hann unni þeim og vildi þjóna þeim. Jesús sagði þeim að fylgja fordæmi sínu og þjóna hver öðrum.

Lag: „Gefum“ (Barnasöngbókin, 116)

Verkefni: Leikið þjónustuleik. Allir sitja með fætur í hring. Einn leikmaður velur tölu. Leikmaðurinn bendir á hvern fót í hringnum, byrjar á eigin fótum og telur niður frá tölunni, þar til þeir koma niður á töluna „einn.“ Fóturinn sem er númer „eitt“ er úr leik. Því næst velur sá leikmaður tölu og telur niður. Síðasti leikmaðurinn með fót í hringnum velur þjónustuverkefni fyrir hópinn.