2023
Opið hús í musterinu
Maí 2023


„Opið hús í musterinu,“ Barnavinur, maí 2023, 16–17.

Opið hús í musterinu

Svetan var spenntur að fara inn í musterið!

Þessi atburður gerðist í Bandaríkjunum.

Fjölskylda gengur um í musterinu

Svetan var spenntur. Fjölskylda hans var að flytja frá Argentínu til Bandaríkjanna. Nú var loksins kominn tími til að fara í stóru flugvélina!

Svetan horfði út um gluggann er flugvélin tókst á loft. Hann hugleiddi hvernig nýja heimilið hans yrði. Allt yrði öðruvísi. Nýtt hús. Nýtt svefnherbergi. Nýtt hverfi. Nýir vinir að hitta! Svetan var spenntur.

Svetan vissi einnig að nýja heimilið hans væri nálægt nýbyggðu musteri. Í Argentínu var musterið langt í burtu. Hann hafði einungis séð það á myndum.

Svetan snéri sér að mömmu. „Heldurðu að við munum geta séð musterið úr lofti?“

Mamma brosti. „Ég held ekki. Við munum samt sjá það fljótlega.“

Svetan brosti á móti. Mamma og pabbi sögðu að ekki væri búið að opna musterið enn þá. Þar yrði fljótlega opið hús. Það þýddi að fólk gæti farið inn í það og skoðað það áður en það yrði vígt. Fjölskylda Svetans mynd fara í opna húsið! Hann gat ekki beðið eftir að sjá musterið sjálfur.

Nokkrum klukkutímum seinna voru Svetan og fjölskylda hans komin í nýja húsið þeirra. Það var mikið að gera. Svetan hjálpaði við að tæma kassana og gera fínt á nýju heimili þeirra.

Daginn fyrir opna húsið, settust þau niður í stofunni til að tala saman.

„Musterið er hús Drottins,“ sagði mamma. „Þegar við erum þar inni verðum við að sýna lotningu. Veist þú hvað felst í því?“

„Að tala hljóðlega saman svo að við getum heyrt betur í heilögum anda?“ spurði Svetan.

„Það er rétt,“ sagði mamma. „Við getum lært mikið þegar við erum í musterinu.“

Svetan kinkaði kolli. Hann langaði að vera lotningarfullur, svo hann gæti skynjað heilagan anda í musterinu.

Næsta morgun fór Svetan snemma á fætur. Hann klæddi sig í sparifötin sín. Brátt var tími kominn til að leggja af stað.

Fjölskylda Svetans kom til musterisins. Fólk hjálpaði þeim að setja á sig litlar plastskóhlífar.

Sjálfboðaliði setur plastpoka yfir skó drengs

„Af hverju settu þeir þessa litlu poka á fæturna mína, mamma?“ spurði Svetan.

„Vegna þess að innan musterisins er allt nýtt og hreint. Við viljum annast það vel.“

Kona bauð þau velkomin. Hún las orðin á musterisdyrunum: „„Heilagleiki til Drottins – Hús Drottins.“

Kona stendur framan við musterið

Svetan hélt í hönd mömmu. Þau gengu inn. Allt var svo fallegt! Kannski var það svona sem maður upplifði himnaríki.

„Sjáðu!“ hvíslaði Svetan. Hann benti á málverk. „Þarna er Jesús“!

Þegar þau voru búin, var Svetan mjög hamingjusamur. Hann var þakklátur fyrir að hafa fengið að fara inn í musterið. Hann langaði að fara aftur þangað inn þegar hann yrði eldri.

PDF saga

Myndskreyting: Mark Robison