2023
Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin
Maí 2023


„Verkefni íKom, fylg mér fyrir litlu börnin,“ Barnavinur, maí 2023, 49.

Nýja testamentið

Verkefni í Kom, fylg mér fyrir litlu börnin

Stúlka og drengur sitja saman fyrir framan musterið

Fyrir Lúkas 12–17; Jóhannes 11

Leikið þennan þakklætisspurningaleik með börnum ykkar! Veljið eitthvað sem þið eruð þakklát fyrir, en ekki segja hvað það er. Teljið upp ástæður þess að þið eruð þakklát fyrir þá persónu eða þann hlut, þar til að barnið getur rétt upp á. Þá er komið að þeim!

Fyrir Matteus 19–20; Markús 10; Lúkas 18

Sýnið litlu börnunum ykkar mynd af musteri. Útskýrið að himneskur faðir vilji að við séum innsigluð í musterinu svo að fjölskyldur okkar geti verið saman að eilífu. Syngið „Fjölskyldur geta átt eilífð saman“ (Barnasöngbókin, 99).

Fyrir Matteus 21–23; Markús 11; Lúkas 19–20; Jóhannes 12

Heimsækið nálægasta musterið með litlu börnunum ykkar eða sýnið þeim myndir á netinu. Miðlið einföldum vitnisburði um það hvaða tilfinningar þið hafið til musterisins. Ef þið getið gengið um lóðina, hjálpið þá börnunum að skynja hina yndislegu friðartilfinningu sem ríkir þar.

Fyrir Joseph Smith – Matteus 1; Matteus 24–25; Markús 12–13; Lúkas 21

Hjálpið litlu börnunum að segja: „Jesús vill að ég þjóni öðrum.“ Hugsið í sameinginu um einhvern sem þið getið hjálpað. Eftir að þið hafið hjálpað þeirri persónu, spyrjið þau hvernig þeim hafi liðið við það að hjálpa.