„Fylgja Jesú á Grænhöfðaeyjum,“ Barnavinur, maí 2023, 20-21.
Fylgja Jesú á Grænhöfðaeyjum
Sæl Raissa!
Um Raissa
Aldur: 11 ára
Frá: Santiago-eyju, Grænhöfðaeyjum
Tungumál: Portúgalska
Markmið og draumar: Að giftast í musterinu og eignast hennar eigin fjölskyldu
Fjölskylda: Raissa, mamma, pabbi og tvær eldri systur
Hvernig Raissa fylgir Jesú
Þegar Raissa var fimm ára voru hún og fjölskylda hennar að leita sér að kirkju til að sækja. Í fyrsta sinn sem þau fóru í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, fannst þeim þau eiga heima þar. Raissa kunni vel við Barnafélagið. Fjölskylda hennar lét skírast. Raissa líkaði einnig vel við að hafa fjölskyldukvöld í hverri viku.
Þegar Raissa var sex ára, voru hún og fjölskylda hennar innsigluð í Recife-musterinu í Brasilíu.
Nýlega fór Raissa í opna húsið fyrir Praia-musterið á Grænhöfðaeyjum. „Ég gerði mikilvæga hluti til að undirbúa mig fyrir musterið, eins og að biðja, fara í kirkju, lesa í ritningunum og læra um fagnaðarerindið,“ segir hún.
Eftir að musterið var vígt, gat hún gert skírnir fyrir áa hennar sem höfðu dáið án þess að þekkja fagnaðarerindið. „Musterið er fallegt,“ segir hún.
Eftirlætishlutir Raissa.
Staður: Kirkjubyggingin
Ritningargrein: 1. Nefí 3:7
Ávöxtur eða grænmeti: Vínber
Litur: Fjólublár
Námsfag í skóla: Stærðfræði