2023
Bæn Rosi
Maí 2023


„Bæn Rosi,“ Barnavinur, maí 2023, 14–15.

Bæn Rosi

Rosi var þreytt á því að finnast hún ekki passa í hópinn.

Þessi atburður gerðist í Bandaríkjunum.

Ljósmynd
Stúlka situr sorgmædd á sófa á meðan móðir hennar faðmar hana

Rosi henti bakpoka sínum á gólfið. Hún hafði nýlokið öðrum degi í nýja bekknum sínum. Dagurinn hafði ekki verið góður.

„Hvað er að?“ spurði mamma.

Rosi henti sér á sófann. „Sumir krakkarnir í bekknum sögðu ljóta hluti við mig,“ sagði hún. „Um brúnleita húð mína.“

Það voru ekki margir í skólanum sem voru með sama húðlit og Rosi, svo henni fannst hún ekki passa inn í hópinn. Stríðnin lét henni líða hundrað sinnum verr.

Mamma var áhyggjufull. „Mér þykir það leitt,“ sagði hún. Hún faðmaði Rosi að sér. „Ég skal tala við kennara þinn um þetta.“

Næsta skóladag var Rosi samt strítt aftur. Einn drengur í bekk hennar var leiðinlegur við hana allan daginn.

Rosi var döpur. Hún var samt líka reið. Stundum þegar hann var dónalegur við hana, reifst Rosi við hann til baka. Það hjálpaði henni samt ekki að líða betur.

Dag einn þegar Rosi kom heim úr skólanum, hljóp hún beint inn í herbergi sitt. Hún var orðin þreytt á að vera strítt. Hún var þreytt á því að finnast hún ekki passa í hópinn. Hún setti andlit sitt í koddann og grét.

Hvað á ég að gera? hugsaði hún. Hana langaði ekki að líða svona það sem eftir var skólaársins.

Rosi þurrkaði sér um augun. Hún leit þá upp á litla styttu af Jesú sem var á bókahillu hennar. Mamma hafði gefið Rosi hana til að hjálpa henni að minnast Jesú.

Kannski ætti ég að biðja, hugsaði hún. Hún fór niður á hnén og krosslagði handleggi sína.

Ljósmynd
Stúlka krýpur í bæn

„Kæri himneski faðir, mér líður virkilega illa hið innra. Bekkjarfélagar mínir eru vondir við mig út af brúnni húð minni og mér líður illa vegna þess. Viltu hjálpa mér.“

Það var góð tilfinning að segja himneskum föður frá tilfinningum sínum. Hún vissi að hann hlustaði. Hún skynjaði hlýju og elsku, eins og mjúku teppi væri vafið utan um hana. Henni fannst húð sín vera falleg. Hún var barn Guðs og hann elskaði hana.

Þegar Rosi lauk bæn sinni fékk hún hugmynd. Kannski gat hún gert meira til að hjálpa í skólanum sínum.

Í næstu viku, töluðu Rosi og mamma hennar við ráðamenn skólans um það sem var að gerast í bekk hennar. Rosi var vakandi fyrir hinum börnunum í skólanum sem verið var að stríða og varð vinur þeirra. Hún reyndi að hunsa drenginn sem stríddi henni. Í kirkju á sunnudeginum gaf hún vitnisburð sinn um að himneskur faðir elskaði alla.

Ástandið í skólanum lagaðist ekki strax. Þegar það var erfitt, mundi Rosi eftir því hvernig henni hafði liðið í bæn sinni. Hún var barn Guðs og hún var elskuð. Vegna þess að hún vissi það, gat hún gert hvað sem er.

Ljósmynd
PDF saga

Myndskreyting: Shawna J. C. Tenney

Prenta