2023
Origami-vinir
Maí 2023


„Origami-vinir,“ Barnavinur, maí 2023, 30–31.

Origami-vinir

Hvernig gátu Ari og vinir hennar hjálpað frú Franklin?

Þessi atburður gerðist í Bandaríkjunum.

Ljósmynd
Þrjár stúlkur veifa til bókasafnsfræðings

„Frímínútur!“ kallaði kennari Ari.

Bekkjarfélagar Ari fóru í röð til að fara út á leikvöllinn. Ari og vinir hennar fóru alltaf frekar á bókasafnið. Þeim fannst gaman að fá bækur lánaðar og föndra saman.

Kristin og Ella voru þegar komnar að dyrunum. Ari greip bókina sína og bunka af blöðum. Hún gekk síðan á undan niður ganginn.

„Ég vona að Leyndarmál drekavarðarins sé komin aftur!“ sagði Ari. „Mig hefur langað til að fá hana lánaða í margar vikur.“

Þegar þær komu að bókasafninu veifuðu stúlkurnar frú Franklin, bókasafnsfræðingi skólans. Hún fagnaði þeim alltaf með breiðu brosi. Í dag virtist brosið hennar ekki vera eins breitt.

Ari setti í brýrnar er hún setti bókina sína á borðið. „Fannst ykkur frú Franklin vera smá sorgmædd?“

Kristin yppti öxlum. „Hún var örugglega bara upptekin.“

„Kannski.“ Ari settist niður og dró fram eitt blað. Hún braut það vandlega saman og slétti úr samanbrotinu með þumlinum.

„Hvað ætlum við að búa til í dag?“ spurði Ella.

„Hvernig líst ykkur á bókamerki?“ sagði Ari. „Þau eru frekar auðveld. Ég skal sýna ykkur.“

Ari var búin að vera að læra að búa til origami. Það var visstlistform frá Japan, sem gerð var með því að brjóta pappír saman í ólík form. Ari vissi hvernig hægt að var að gera alls konar form og hún kenndi vinum sínum það sem hún hafði lært.

Ari sýndi Kristin og Ellu hvert brot. Fljótlega höfðu þær allar gert lítið ferkantað bókamerki.

Ljósmynd
Þrjár stúlkur búa til origami

„Það fer svona á hornin.“ Ari opnaði bókina sína og þræddi bókamerkið sitt upp á hornið á blaðsíðu.

„Flott!“ Kristin greip annað blað. „Mig langar að reyna þetta alveg ein.“

Á meðan þær unnu, töluðu þær um bækurnar sem þær höfðu lesið og hvað þær vildu lesa næst. Ari gaut aftur augum á frú Franklin. Hún virtist enn vera smá leið.

Stuttu seinna nam frú Franklin staðar við borð þeirra.

„Sælar, stelpur.“ Hún setti bók á borðið. Það var bókin um drekavörðinn! „Þetta er fyrir þig Ari. Ég veit að þú ert búin að vera að bíða eftir að lesa hana.“

„Takk fyrir!“ Ari tók hana upp.

Frú Franklin andvarpaði. „Það braust einhver inn í bílinn minn í dag. Þeir tóku allar bækurnar mínar og tónlist.“

„Það er hræðilegt!“ sagði Kristin.

Frú Franklin brosti sorgmæddu brosi til þeirra. „Jæja þetta eru bara hlutir. Það er hægt að fá nýja hluti. Ég er bara glöð að það meiddist enginn.“

Ari horfði á frú Franklin ganga í burtu.

„Ég vildi að það væri eitthvað sem við gætum gert til að hjálpa,“ sagði Ella.

Ari horfði á origami-bókamerkið í höndum hennar. „Kannski getum við það!“

„Eins og hvað?“ spurði Kristin.

Ari brosti „Komið heim til mín eftir skóla, Ég er með hugmynd.“

Næsta dag fóru Ari, Kristin og Ella á bókasafnið í frímínútunum eins og alltaf. Í þetta sinn komu þær ekki bara með bækur. Þær voru með eitthvað sérstakt handa frú Franklin.

„Við bjuggum þessi til handa þér!“ Ari rétti frú Franklin poka. „Við vitum að við getum ekki bætt þér allt sem var stolið, en okkur datt í hug að þetta gæti hresst þig við.“

Frú Franklin kíkti ofan í pokann. Hann var fullur af origami – bókamerkjum, fiskum, hjörtum, fiðrildum. Hún brosti breitt.

„Þetta er ótrúlegt! Kærar þakkir.“ Hún dró upp eitt origami úr pokanum. Það var samanbrotið eins og örlitil bók. „Ég ætla að nota þessa agnarlitlu dagbók til að skrifa allar hamingjusömu hugsanirnar mínar í!“

Ari brosti á móti. Hún gat alltaf gert eitthvað fallegt fyrir aðra – eitt pappírsbrot í einu.

Ljósmynd
PDF saga

Myndskreyting: Brian Martin

Prenta