2023
Föndurfjör
Maí 2023


„Föndurfjör,“ Barnavinur, maí 2023, 32–33.

Skemmtisíða

Föndurfjör

PDF saga

Myndskreyting: Nicole Walkenhorst

Origami-bókamerki

  1. Brjótið ferhyrnt blað í helming, horn í horn til að búa til þríhyrning.

  2. Brjótið báðar hliðar þríhyrningsins inn að miðju til að gera ferning. Brjótið það svo í sundur.

  3. Takið í efsta horn þríhyrningsins og brjótið það niður að botninum á blaðinu.

  4. Stingið hægri og vinstri hornunum á þríhyrningnum inn í vasann.

  5. Nú getið þið lesið með nýja bókamerkinu ykkar!

Origami-refur

  1. Brjótið ferhyrnt blað í helming, horn í horn til að búa til þríhyrning.

  2. Brjótið báðar hliðar þríhyrningsins inn að miðju til að gera ferning.

  3. Snúið ferningnum við. Brjótið síðan í helming eftir miðlínunni til að mynda þríhyrning.

  4. Finnið þá hlið þríhyrningsins sem er með þrjú laus blöð. Brjótið þessa brún upp á ská og breiðið úr lausu endunum.

  5. Opnið síðan miðblaðið og brjótið endann niður til að búa til andlitið.

  6. Takið í hinn endann á stóra þríhyrningnum og brjótið hann niður til að gera skottið.

Origami-fiskur

  1. Brjótið ferhyrnt blað í helming, horn í horn til að búa til þríhyrning og opnið blaðið aftur. Gerið það sama hinum megin.

  2. Brjótið ferhyrnt blað í helming til að mynda rétthyrning.

  3. Snúið blaðinu síðan við. Klemmið saman brotin á hvoru andstæðu horni á endunum. Færið síðan bæði hægri hornin saman svo að brúnin snúi upp. Gerið það sama vinstra megin. Þið ættuð að enda með þríhyrningsmót.

  4. Brjótið einn flipann í áttina að miðjunni. Brjótið hinn flipann yfir þann fyrsta. Þetta ætti að búa til uggana.

  5. Snúið fisknum ykkar nú við og teiknið auga.