Ráðstefnuboðskapur frá spámanninum
Verið friðflytjendur
Aðlagað úr „Friðflytjendur óskast,“ Líahóna, maí 2023
Sem lærisveinar Jesú Krists eigum við að vera fordæmi þess hvernig á að umgangast aðra. Ein einfaldasta leiðin til að bera kennsl á sannan fylgjanda Jesú Krists er að sjá hversu samúðarfull breytni hans er gagnvart öðrum.
Frelsarinn setti þetta skýrt fram. „Sælir eru friðflytjendur,“ sagði hann (Matteus 5:9; sjá einnig 3. Nefí 12:9). Sannir lærisveinar hans byggja upp, lyfta, uppörva og innblása – hversu erfiðar sem aðstæðurnar eru. Sannir lærisveinar Jesú Krists eru friðflytjendur.
Það skiptir miklu máli hvernig við komum fram við hvert annað! Það skiptir miklu máli hvernig við tölum við og um aðra á heimilinu, í kirkjunni og á netinu. Við getum breytt heiminum – einni manneskju og einum samskiptum í senn.
Fjölbreytileiki er hluti af lífinu. Sýnum að það er hægt að vinna að ágreiningi okkar á virðingarverðan hátt. Biðjið fyrir því að hafa hugrekki og visku til að mæla og breyta eins og frelsarinn myndi gera.
Ég hvet ykkur til að velja að vera friðflytjendur, núna og alltaf.
Við getum breytt heiminum.
Nelson forseti sagði að það skipti virkilega miklu máli sem við gerum og segjum! Skrifið hér í reitina fyrir neðan það sem þið gætuð sagt til að hjálpa til við að færa frið.
Hvað getið þið sagt við einhvern sem er leiður?
Hvað getið þið sagt þegar einhver tekur dótið ykkar?
Hvað getið þið sagt þegar einhver er vondur við ykkur?