2020
Ljós í 200 ár
Apríl 2020


Ljós í 200 ár

First Vision

Á fallegum, heiðskírum degi fyrir 200 árum, fór piltur nokkur út í trjálund í þeim ásetningi að biðja sér fyrirgefningar og spyrja í hvaða kirkju hann ætti að ganga. Í undursamlegri sýn var honum sagt að hann ætti ekki að ganga í neina þeirra. Þetta markaði upphaf endurreisnar fagnaðarerindis Jesú Krists – ferli sem er í fullum gangi á okkar tíma.

Í þessari útgáfu fögnum við ljósi í 200 ár:

  • Russell M. Nelson forseti kennir hvernig samansöfnun Ísraels beggja vegna hulunnar getur búið okkur og aðra undir síðari komu Drottins (bls. 6).

  • Öldungur LeGrand R. Curtis yngri sýnir hvernig Síðari daga heilagir hafa verið þátttakendur í hinni yfirstandandi endurreisn – og hvernig við getum öll tekið þátt í henni (bls 18).

  • Öldungur Neil L. Andersen miðlar ungmennum fimmþættum sannleika sem læra má af Fyrstu sýninni (bls. 52).

Megum við, er við lærum af orðum spámanns okkar og sögunum um trúfasta heilaga, hljóta sömu þekkingu og spámaðurinn Joseph gerði fyrir 200 árum: Að himneskur faðir og Jesús Kristur eru raunverulegar, lifandi verur, sem elska okkur. Við skulum miðla vinum og samferðafólki þessari þekkingu.

Virðingarfyllst,

Öldungur Randy D. Funk, af hinum Sjötíu

Ritstjóri kirkjutímarita