Halló frá Lundinum helga!
Hæ, við erum Margo og Paolo.
Í þessum mánuði fögnum við endurreisninni með því að vitja staðarins þar sem Fyrsta sýnin átti sér stað fyrir 200 árum!
Þegar Joseph Smith var 14 ára bjó hann í bjálkahúsi í New York í Bandaríkjunum. Hann átti fimm bræður og þrjár systur. Hann var hlýðinn foreldrum sínum og vinsamlegur við aðra. Hann las Biblíuna með fjölskyldu sinni, en þau fóru ekki öll í sömu kirkju.
Joseph var duglegur við vinnu. Hann hjálpaði við að höggva niður tré, svo fjölskylda hans gæti sáð í akra. Hann hjálpaði fjölskyldu sinni líka að safna kvoðu úr hlyntrjám til sykurgerðar.
Joseph vildi finna kirkju eins og þá sem var í Biblíunni. Dag einn fór hann í trjálund nokkurn til að biðjast fyrir. Himneskur faðir og Jesús birtust honum. Þeir sögðu honum að syndir hans væru fyrirgefnar. Þeir sögðu líka að hann skildi enga kirkju ganga í. Kirkja Jesú yrði brátt endurreist!
Margir gerðu gys að Joseph vegna sýnar hans. Þeir sögðu hann hafa skáldað þetta allt saman. Joseph hélt þó áfram að segja sannleikann. Hann sagði: „Ég vissi það, og ég vissi að Guð vissi það, og ég gat [ekki] neitað því“ (Joseph Smith – Saga 1:25).
Í dag getur fólk vitjað staðarins þar sem Joseph baðst fyrir á. Hann er fallegur og mjög friðsæll.
Þessi börn búa þar sem Joseph Smith ólst upp!
Ég veit að Lundurinn helgi er sérstakur staður, því Joseph Smith baðst þar fyrir og sá himneskan föður og Jesú.
Piper D., 5 ára, New York, Bandaríkjunum
Ég er þakklátur fyrir að búa nálægt heimili Josephs Smith. Ég nýt þess að fara í Grandin-bygginguna þar sem prentvélin er. Mig langar að sjá hvar Mormónsbók var fyrst prentuð.
Roscoe B., 9 ára, New York, Bandaríkjunum
Takk fyrir að vitja Lundsins helga með okkur. Sjáumst næst!