2020
Hvaða þýðingu hafa páskarnir fyrir mig?
Apríl 2020


Kom, fylg mér: Mormónsbók

Hvaða þýðingu hafa páskarnir fyrir mig?

30. mars–12. apríl Páskar

What Does Easter Mean for Me

Á páskunum höldum við hátíðlegan „mikilvægasta dag sögunnar“1 – upprisu frelsara okkar, Jesú Krists. Þessi viðburður er kjarninn í sæluáætlun himnesks föður.

Í fortilverunni var Jesús Kristur útvalinn til að verða frelsari okkar. Hann lofaði að sjá okkur fyrir leið til að fá fyrirgefningu synda okkar og að snúa aftur til himneskra heimkynna okkar.

Þennan fyrsta páskamorgun stóð Jesús við loforð sitt. Hann sigraði dauðann. Fyrir vikið er „hann … ljós og líf heimsins, já, óendanlegt ljós, sem aldrei getur myrkvast, já, og einnig óendanlegt líf, svo að dauðinn verður aldrei framar til“ (Mósía 16:9).

Hvaða blessanir færir upprisan ykkur?

Iðrun

Jesús biður hvert og eitt okkar: „Viljið þér nú ekki snúa til mín og iðrast synda yðar og snúast til trúar, svo að ég megi gjöra yður heila?“ Hann lofar: „Ég mun taka á móti hverjum þeim, sem koma vill“ (3. Nefí 9:13–14). Hvernig líður ykkur þegar þið iðrist?

Upprisan

Dauðinn er óumflýjanlegur, en sigur frelsarans yfir dauðanum tryggir að allir munu rísa upp – líkamar og andar verða sameinaðir enn á ný í fullkominni mynd (sjá Alma 11:43). Hvernig færir þekkingin á upprisunni ykkur von?

Eilíft líf

Friðþæging frelsarans gerir eilíft líf, eða upphafningu, mögulegt. Til að meðtaka þessa blessun, verðum við að hlýða boðorðunum. Russell M. Nelson forseti hefur kallað veginn til eilífs lífs „sáttmálsveginn.“2 Hvað þurfum við að gera til að fylgja þessum vegi til eilífs lífs?

Heimildir

  1. Dieter F. Uchtdorf, „Sjáið manninn!“ aðalráðstefna, apríl 2018.

  2. Russell M. Nelson, „Fylkjum liði,“ aðalráðstefna, apríl 2018.