Spurningar og svör
Hvað segið þið þegar vinir ykkar trúa ekki að atburðir eins og Fyrsta sýnin geti gerst?
Þróa trú
Þegar um er að ræða andlegar spurningar, þá er ekki nóg að vera bara rökfastur, heldur þurfum við líka að hafa trú til að vita að Fyrsta sýnin gæti raunverulega gerst. Við getum þróað með okkur slíka trú með því að spyrja himneskan föður og hlusta svo eftir andanum.
Julia B., 17 ára, Kaliforníu, Bandaríkjunum
Læra Biblíuna
Biðjið vini ykkar að læra Biblíuna. Ef þeir trúa því að hún sé orð Guðs, þá ættu þeir að trúa að Guð tali til okkar í dag með opinberunum, eins og í Fyrstu sýninni, því hann gerði slíkt hið sama við Adam, Móse, Jesaja og aðra spámenn á ýmsan hátt.
Öldungur Muanda, 22 ára, Nairóbí trúboðinu í Kenía
Spyrja Guð
Sú staðreynd að fráhvarfið hafi staðið yfir í hundruð ára þýðir ekki að Guð hafi látið af vitrunum sínum. Við þurfum að hafa auðmjúkt hjarta og biðja Guð með einbeittum huga og af hjartans einlægni, á sama hátt og Joseph Smith gerði.
Jeremi E., 19 ára, Kinshasa, Austur-Kongó
Trúa á Guð
Ég spurði vini mína: „Trúið þið á Guð? Trúið þið að hann hafi skapað alla hluti? Trúið þið að hann hafi birst spámönnum til forna? Ef þið gerið það, af hverju trúið þið þá ekki að það geti gerst í dag? Það er mögulegt.“
Sarah M., 16 ára, Utah, Bandaríkjunum
Gefa vitnisburð sinn
Ég gef vinum mínum vitnisburð minn um að himneskur faðir opinberi börnum sínum hluti þegar þau biðja hann af einlægu hjarta um að fá að vita sannleikann. Joseph Smith þráði að þekkja sannleikann og breytti samkvæmt trú sinni. Þið getið einnig hlotið dásamlega upplifun, ef þið biðjið himneskan föður í bæn, af öllu hjarta.
Mara C., 20 ára, Líma, Perú