Eilífðarfjölskylda Alonso
„Í musterinu máttur Guðs, oss mjúkum böndum vefur“ (Barnasöngbókin, 99).
„Get ég verið með mömmu og pabba aftur?“
„Á páskum er góður tími til að hugsa um Jesú og minnast upprisu hans,“ sagði systir Rojas. Hún hélt mynd af Jesú á lofti. „Vegna hans geta þeir sem hafa dáið lifað á ný.“
Alonso leit upp þegar Barnafélagskennarinn hans sagði þetta. Þýðir það að ég get fengið að hitta foreldra mína aftur? velti Alonso fyrir sér.
Mamma hafði dáið fyrir mörgum árum. Alonso mundi ekki vel eftir henni, en hann naut þess að skoða myndir af henni. Svo dó pabbi líka.
Nú bjó Alonso hjá ömmu sinni. Hún hafði verið að kenna honum um kirkjuna sína, Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hann átti að skírast og staðfestast á næsta ári, þegar hann yrði nægilega gamall.
Því næst hélt systir Rojas uppi mynd af hvítri byggingu. „Önnur dásamleg gjöf frá Jesú, eru musterin. Þetta er eitt af musterunum hér í Chile.
Alonso horfði á gullstyttuna efst á byggingunni. Hún var falleg! Hann velti því fyrir sér hvað færi þar fram innandyra.
„Í musterunum eru fjölskyldur innsiglaðar til eilífðar,“ sagði systir Rojas. „Þetta er musterið í Santíagó þar sem ég var innsigluð foreldrum mínum eftir að við gengum í kirkjuna. Af því að við vorum innsigluð, get ég verið með þeim eftir að þessu lífi lýkur.“
Alonso varð spenntur þegar hann heyrði þetta. „Gæti ég innsiglast foreldrum mínum?“ spurði hann. „Jafnvel þó að þau hafi þegar dáið?“
Systir Rojas kinkaði kolli. „Já! Það er ein af ástæðum þess að musterin eru svo mikilvæg. Þau blessa alla fjölskyldumeðlimi okkar, einnig þá sem hafa látist.“
Það sem eftir varði dagsins, hélt Alonso áfram að hugsa um musterin. Hann bað ömmu sína að kenna sér meira. Hún talaði um hvítu fötin sem fólkið klæðist þar inni og fallegu vegglistina.
„Það besta er, að þar getur þú innsiglast foreldrum þínum,“ sagði amma. „Við getum beðið tvo aðila úr kirkjudeildinni að vera staðgengla fyrir þau á meðan á innsigluninni stendur.“
„Getum við farið á morgun?“ spurði Alonso. „Mig langar að vera með mömmu og pabba að eilífu!“
Amma brosti. „Það gleður mig að þú viljir fara þangað,“ sagði hún. „Það musteri sem er næst okkur er í Concepcion. Við eigum ekki næga peninga fyrir rútufargjaldinu.“
„Ég skal safna fyrir ferðinni!“ sagði Alonso.
Eftir það borgaði Alonso tíund af öllum þeim smápeningum sem hann fann á götunni, eða átti möguleika á að vinna sér inn, og setti svo afganginn í musterissjóðinn þeirra.
Eftir að hafa safnað í marga mánuði, höfðu Alonso og amma loks næga peninga til að ferðast til musterisins. Þau báðu bróður og systur Silva að koma með sér. Er dagur ferðalagsins rann upp, fóru þau í langa rútuferð til borgarinnar Concepcion. Það var næstum komið sólsetur þegar Alonso tók eftir einhverju gylltu í fjarska.
„Ég get séð engilinn Moróní!“ sagði Alonso og benti á styttuna efst á bláu hvolfþaki musterisins.
Þau dvöldu í íbúð við hliðina á musterinu um nóttina. Morgunin eftir fór Alonso inn í musterið í fyrsta sinn. Þar inni sá hann stóra mynd af Jesú. Hann og amma klæddust hvítu. Hann fann friðsæld og var hamingjusamur.
Þegar kom að innsigluninni gekk Alonso inn í fallegt herbergi með speglum á veggjunum. Musterisþjónn sýndi Alonso, ömmu og Silva-hjónunum hvernig þau ættu að krjúpa í kringum sérstakt borð sem kallaðist altari. Það var yfirdekkt með mjúku áklæði.
Bróðir og systir Silva voru þar í stað mömmu og pabba Alonso. Amma var þar fyrir systur hans, sem dó áður en Alonso fæddist.
Er hann lokaði augunum, ímyndaði Alonso sér alla fjölskylduna saman komna.
Ég get ekki beðið þess að hitta þau aftur, hugsaði Alonso. Ég er svo þakklátur fyrir að fjölskyldur geta verið saman að eilífu!