2020
„Sjáið hvað örlítil trú getur gert?“
Apríl 2020


„Sjáið hvað örlítil trú getur gert?“

Godfrey J. Ellis

Washington, Bandaríkjunum

family caught in rainstorm

Myndskreyting © Gary Alphonso, i2iart.com

Fyrir nokkru síðan fórum ég og eiginkona mín með tvo yngstu syni okkar til Frakklands, til að skoða svæðið sem ég hafði þjónað á sem trúboði. Við heimsóttum þær greinar kirkjunnar sem ég hafði þjónað í og áttum ánægjustundir með þeim meðlimum sem ég hafði kennt. Við fórum líka á sögufræga staði.

Einn slíkur staður voru rústir kastalans Château de Châlucet. Þessi gríðarstóri kastali frá miðöldum sætti árásum og var eyðilagður á fyrri öldum. Gróðurþekja hafði vaxið allstaðar umhverfis rústirnar og slóðinn þangað var mjór og brattur. Þetta var erfitt klifur, en þess virði þegar upp var komið.

Drengirnir höfðu gaman að því að klifra ofan í það sem eitt sinn var dýflissa og efst upp á það litla sem upp úr stóð af veggjum kastalans. Kastalinn örvaði ímyndunarafl þeirra, rétt eins og hann hafði gert hjá mér 24 árum áður.

Meðan við vorum þarna, sást sumarstormur berast að úr fjarska. Hann fór hratt yfir. Dökkir skýjabólstrar og eldingar fylltu himinhvolfið og í kjölfarið heyrðust miklar þrumur.

Við klöngruðumst niður slóðann, til að komast í bílinn, í kapphlaupi við storminn. Fljótlega skall á hellirigning, svo við urðum holdvot og slóðin varð full af leðju og for. Við óttuðumst að við rynnum til og féllum niður bratta, grýtta slóðina.

Við komum auga á afdrep á meðal trjánna við slóðarbrúnina. Við hnipruðum okkur saman í afdrepinu og hugsuðum hve lengi við þyrftum að hinkra til að komast aftur niður.

„Við skulum fara með bæn,“ sagði yngsti sonur okkar.

Hann vildi flytja hana og bað þess að rigningunni linnti, svo við kæmumst örugg niður brattann. Hann leit á okkur og sagði: „Nú þurfum við bara öll næga trú.“

Ég útskýrði að bænir virkuðu ekki alltaf á þann hátt.

„Nei,“ sagði hann, „rigningin mun hætta eftir 10 mínútur!“

Eftir um 10 mínútur linnti rigningunni.

„Allt í lagi, förum núna!“ sagði hann.

„Ef við förum núna, mun aftur byrja að rigna og við sitjum föst,“ sagði eldri sonur okkar.

„Það gerist ekki,“ sagði sá yngsti. „Förum núna!“

Við komumst áfram eftir þurrari helmingi slóðans og ýttum frá okkur runnum og greinum á leið okkar. Þegar í bílinn var komið, fórum við með bæn þakkargjörðar. Fljótlega byrjaði að rigna aftur.

„Sjáið hvað örlítil trú getur gert?“ sagði sonur okkar auðmjúkur.

Hann kenndi okkur öllum mikilvæga lexíu dag þennan.