Hvernig þýddi Joseph Smith Mormónsbók?
Áður en Moróní, síðasti spámaður Mormónsbókar, faldi gulltöflurnar, ritaði hann á titilsíðu bókarinnar að bókin yrði þýdd „fyrir gjöf og kraft Guðs.“ Þetta er besta lýsingin á þýðingu Mormónsbókar.
Joseph Smith las upp þýðingartextann fyrir ritara, sem oftast var Oliver Cowdery. Joseph þurfti að reiða sig á Drottin, því hann var að þýða algjörlega ókunnugt tungumál. Drottinn hjálpaði Joseph til að mynda með því að sjá honum fyrir sérstökum þýðingartækjum. Vitni sögðu að þegar Joseph horfði í þessi tæki hefðu orð birst honum á ensku. Þýðingartæki þetta var „útleggjararnir“ eða Úrím og Túmmím – tveir glærir steinar festir í málmumgjörð, svo Joseph gæti horft í gegnum þá. Joseph hafði fengið það í hendur, ásamt töflunum. Annað tæki sem Joseph notaði var „sjáandasteinn“ sem hann horfði á, oft með því að setja hann ofan í hatt. Joseph hafði áður fundið þennan stein og notað hann til að finna týnda eða glataða hluti. Hann notaði bæði útleggjarana og sjáandasteininn við þýðinguna, en reiddi sig ávallt á innblástur himins.
Þýðing Mormónsbókar var sannlega undursamleg og gerð „fyrir gjöf og kraft Guðs.“