2020
Kirkja Jesú Krists er endurreist
Apríl 2020


Kirkja Jesú Krists er endurreist!

children looking at sky

Áður en við komum til jarðar, dvöldum við hjá himneskum foreldrum okkar. Þau elskuðu okkur! Himneskur faðir hafði dásamlega áætlun fyrir okkur. Við áttum að fara til jarðar, svo við gætum hlotið líkama og lært og vaxið. Við ættum síðan kost á að koma aftur til að dvelja í okkar himnesku heimkynnum. Við gátum þó ekki gert þetta einsömul. Við þurftum hjálp.

Jesus reaching out to man

Himneskur faðir valdi elsta bróður okkar, Jesú Krist, til að fara til jarðar og hjálpa okkur. Jesús sýndi okkur hvernig elska á aðra og lifa eftir boðorðum himnesks föður. Hann valdi postula til að leiða kirkju sína.

girl looking out the window

Jesús þjáðist síðan fyrir okkur í Getsemanegarðinum. Hann upplifði allar okkar sorgir og sársauka. Hann dó fyrir okkur á krossinum. Við getum, af þessum sökum, komið til hans þegar við erum særð eða sorgmædd eða þörfnumst liðsinnis. Við getum iðrast þegar við gerum eitthvað rangt.

Jesus and Mary at the tomb

Á þriðja degi eftir að Jesús dó, var hann reistur upp. Jesús lifði á ný! Við verðum líka reist upp, af þessum sökum. Við getum dvalið aftur á himnum eftir að við deyjum.

girl getting baptized

Eftir upprisu sína, vitjaði Jesús lærisveina sinna í Jerúsalem og í Ameríku. Hann bauð postulum sínum að halda áfram að kenna fólki fagnaðarerindi sitt. Margir sem hlustuðu á postulana voru skírðir og gengu í kirkjuna.

man with hand on his head

Eftir að postularnir dóu, tók fólk að gleyma ýmsu mikilvægu í fagnaðarerindi Jesú. Það hætti að trúa að himneskur faðir innblési alltaf börn sín á jörðu. Það gleymdi að allir á jörðu fengju tækifæri til að láta skírast. Það hætti að trúa að spámenn og postular leiddu alltaf kirkjuna.

Joseph Smith

Mörg ár liðu. Að því kom svo að innleiða þurfti aftur það sem vantaði í fagnaðarerindi Jesú. Tíminn var kominn til að endurreisa kirkju hans! Himneskur faðir þurfti einhvern til að vera spámann og hjálpa við að innleiða hana aftur á jörðu. Hann valdi ungan dreng að nafni Joseph Smith.

Bible

Dag einn var Joseph að lesa Biblíuna. Í Jakobsbréfi 1:5 segir að himneskur faðir muni svara spurningum okkar, ef við biðjum í trú. Joseph hafði spurningu! Hann vissi að kirkjurnar væru margar sem kenndu um Jesú. Hann vildi þó komast að því hvort til væri kirkja eins og kirkja Jesú í Nýja testamentinu.

Joseph praying

Á fallegum vordegi um páskaleytið, fór Joseph út í skóg nærri heimili sínu. Hann kraup og tók að biðjast fyrir. Joseph fann þá myrkur hvolfast yfir sig. Satan reyndi að draga úr honum kjark. Joseph hélt þó áfram að biðja af öllum mætti.

First Vision

Þá kom niður fallegt ljós. Joseph sá himneskan föður og Jesú Krist. Þetta er kallað Fyrsta sýnin. Þeir sögðu kirkju Jesú Krists ekki vera á jörðu. Hún yrði þar þó brátt. Endurreisnin var að hefjast!

Angel Moroni

Himneskur faðir sendi engla til að endurreisa mikilvæga þætti fagnaðarerindis síns. Engillinn Moróní afhenti Joseph gulltöflur, svo við gætum haft Mormónsbók til að læra um Jesú Krist.

little girl being confirmed

Jóhannes skírari kom með Aronsprestdæmið, svo við gætum skírst. Pétur, Jakob og Jóhannes komu með Melkísedeksprestdæmið, svo við gætum hlotið heilagan anda og blessanir þegar við erum veik.

family in front of the temple

Elía kom, svo við gætum verið innsigluð fjölskyldum okkar í musterinu.

family going to church

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var stofnuð. Það merkir að kirkja Jesú er aftur á jörðu! Allt þetta er hluti af endurreisninni.

serving

Endurreisn fagnaðarerindisins er enn yfirstandandi. Spámenn, postular, trúboðar og meðlimir miðla hinum góðu tíðindum Jesú Krists hvarvetna um jörðu. Musteri eru byggð í mörgum löndum, svo innsigla megi fólk fjölskyldum sínum að eilífu. Kirkjan hjálpar fólki á stöðum þar sem hungursneyðir og hörmungar eru.

temple, family history, tithing

Allir geta lagt eitthvað á vogarskálarnar til að hjálpa við endurreisnina. Þið getið hjálpað með því að læra ættarsögu ykkar og vinna að musterisskírnum. Þið getið greitt tíund til að byggja kirkjur og musteri. Þið getið gefið föstufórnir til hjálpar nauðstöddum. Þið getið sagt fólki frá Jesú Kristi.

boy taking the sacrament

Jesús gaf okkur kirkju sína okkur til hjálpar við að komast aftur til okkar himnesku heimkynna. Við getum meðtekið sakramentið og haft alltaf hugfast það sem hann gerði fyrir okkur. Við getum elskað aðra, líkt og hann gerði. Við getum hjálpað öllum að læra um fagnaðarerindi hans.

Myndskreyting eftir Apryl Stott