Fjórar myndir frá páskaviku
„Mitt ríki er ekki af þessum heimi“ (Jóhannes 18:36).
Þyrnikóróna
Sjá Matteus 27:29; Markús 15:17; Jóhannes 19:2.
Rómversku hermennirnir settu þyrnikórónu á höfuð frelsarans. „Ef til vill var þessum grimmilega gjörningi ætlað að vera stæling á því þegar keisari er krýndur með lárviðarsveig. … Hve átakanlegt þetta var, þegar haft er í huga að þyrnar eru táknrænir fyrir vanþóknun Guðs, er hann, Adams vegna, lagði þá bölvun á jörðina að hún leiddi fram þyrna. Jesús snéri þó tákni þyrnanna upp í tákn eigin dýrðar, með því að bera þessa kórónu“ (James E. Faust forseti, aðalráðstefna, apríl 1991).
Skarlatsrauð kápa
Sjá Matteus 27:28; Markús 15:17; Jóhannes 19:2.
Skarlatsrauður var konunglegur litur og hermennirnir settu þessa kápu háðungslega yfir Jesú, því hann hafði sagst vera konungur Gyðinga. Í raun er hann auðvitað miklu meira en það – hann er „konungur konunganna og Drottinn drottnanna“ (1. Tímoteusarbréfið 6:15; Opinberunarbókin 19:16).
„Blóð drýpur úr hverri svitaholu, svo mikil verður angist hans“ (Mósía 3:7).
Ólífupressa
Sjá Matteus 26:36; Markús 14:32; Lúkas 22:39–40; Jóhannes 18:1.
„Það er átakanlega táknrænt að það var í Getsemane sem Jesús þjáðist, á stað ólífupressunnar, svo að ,blóð draup úr hverri svitaholu‘ [Mósía 3:7]. Á tímum frelsarans var ólífuolía búin til með því að merja fyrst ólífurnar undir stórum veltandi steini. Þannig varð til ,mauk‘ sem sett var í deigar gróffléttaðar körfur, sem staflað var ofan á hver aðra. Þunginn pressaði út fyrstu og bestu olíuna. Stór og þungur bjálki var síðan settur ofan á körfurnar til að ná fram meiri olíu. Steinum var loks staflað ofan á bjálkann, til að ná fram mestri mögulegri pressu og kreista fram síðustu dropana. Já, benda má á að olían er blóðrauð þegar hún fyrst streymir út“ (öldungur D. Todd Christofferson, aðalráðstefna, október 2016).
„Hann er ekki hér, hann er upp risinn“ (Lúkas 24:6).
Tóm gröf
Sjá Matteus 28:1–8; Jóhannes 20:1–18.
„Tóm gröfin þennan fyrsta páskamorgun veitti svarið við spurningu Jobs: ,Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur?‘ [Job 14:14]. Til allra sem heyra rödd mína boða ég, að þegar maðurinn deyr, þá mun hann lifa á ný. Við vitum það, því að við höfum ljós opinberaðs sannleika“ (Thomas S. Monson forseti, „Hann er upp risinn!“ aðalráðstefna, apríl 2010).