2020
Aðalráðstefna í áranna rás
Apríl 2020


Aðalráðstefna í áranna rás

tabernacle and conference center

Aðalráðstefna hefur verið haldin sleitulaust í 190 ár og löng hefð hefur verið fyrir því að hafa aðalráðstefnu í apríl og október, en nokkrar áhugaverðar breytingar hafa verið gerðar í áranna rás:

  • 1830

    Joseph Smith var í forsæti fyrstu aðalráðstefnu í Fayette, New York, tveimur mánuðum eftir stofnun kirkjunnar. Um 30 meðlimir og nokkrir aðrir voru viðstaddir.

  • 1850

    Í Deseret News voru í fyrsta sinn allar aðalráðstefnuræður gefnar út, því ungum fréttaritara, George D. Watt, hafði tekist að hraðrita allar ræðurnar.

  • 1867

    Aðalráðstefna stóð yfir í fjóra daga í stað þriggja, eins og venja hafði verið, því söfnuðurinn kaus að dvelja einn dag til viðbótar.

  • 1924

    Hljóðnemi var í fyrsta sinn notaður við ræðustól Laufskálans. Áður höfðu ræðumenn þurft að reiða sig á að rödd þeirra væri nægilega sterk til að í þeim heyrðist.

  • 1949

    Ráðstefnan var í fyrsta sinn send út í sjónvarpi með myndvélum í Laufskálanum

  • 1962

    Ræður voru í fyrsta sinn túlkaðar á önnur tungumál í Laufskálanum – þýsku, hollensku og spænsku. Nú eru ræður túlkaðar á yfir 90 tungumál!

  • 1967

    Aðalráðstefna var send út í sjónvarpi í lit. Karlar í Laufskálakórnum voru klæddir ljósbláum jökkum og konur ljósbleikum skyrtum.

  • 1977

    Þriggja daga og sex ráðstefnuhlutum var breytt í tvo daga og fimm ráðstefnuhluta.

  • 2000

    Aðalráðstefna var í fyrsta sinn haldin í hinni 21.000 sæta Ráðstefnuhöll í Salt Lake City.

Teikning af ræðustól, eftir David Green; Ljósmynd af sjónvarpi frá GETTY IMAGES