2020
Hljóta trú eitt skref í senn
Apríl 2020


Hljóta trú eitt skref í senn

Að hljóta vitnisburð, tekur tíma. Til þess þarf oft margar smærri upplifanir.

1. Legs with bare feet, 200 liter barrel being pushed along dirt road. Scene of Zimbabwe in background. 2. Legs walking off page. Pants and shoes suitable for church. African scene in bkgrd. _Spot: Elder Dube approx 22 yrs old bearing testimony from church benches.

Ein mest upplýsandi stund lífs míns gerðist þegar ég var 10 ára og varði tveimur vikum til þess að læra kenningu kaþólikka í Loreto Roman trúboði kaþólikka, um 32 kílómetrum frá afskekktu heimili mínu í Silobela, Simbabve. Mér hefur lærst að þekkja og elska frelsarann, Jesú Krist, og einblína á Drottin, sökum minna fyrri lexía og hughrifa.

Þegar ég var í kaþólsku kapellunni, sá ég veggmálverk af viðburðum úr lífi frelsarans: Fæðingu Jesú Krists, kennslu hans í musterinu, bænagjörð hans í Getsemane, krossburði hans að Golgata, krossfestingu hans á Golgata og upprisu hans. Ég varð í raun sorgmæddur að sjá naglana og þyrnana. Þegar ég kom að málverkinu af krossfestingunni, voru augu mín fyllt tárum. Í hvert sinn grét ég og sagði: „Hann hefur virkilega þolað mikið bara fyrir mig.“

Í fermingarathöfninni horfði einn presturinn í augu mín og sagði: „Þú ert ljós heimsins“ (sjá Matteus 5:14). Hann benti síðan á logandi kerti og vitnaði í orð frelsarans: „Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum“ (Matteus 5:16).

Þegar ég lærði meira um Jesú, vaknaði hjá mér þrá til að þjóna öðrum. Við þurftum t.d. að fara 8 km frá þorpinu okkar til að sækja neysluvatnið. Oft þurftu konur í þorpinu, líka móðir mín, að bera 20 lítra ílát á höfði sér þessa leið, fyllt vatni. Eftir upplifun mína í kaþólska skólanum, ýtti ég oft á undan mér 200 lítra gámi fylltum vatni, til að hjálpa móður minni, og ég hjálpaði líka tveimur nágrannaekkjum. Ég minnist hinna góðu tilfinninga sem vöknuðu í hvert sinn sem ég hjálpaði öðrum.

Þessar upplifanir hjálpuðu mér að þróa með mér trú á himneskan föður og Jesú Krist og bjuggu mig óbeint undir að taka á móti fagnaðarerindi Jesú Krists, við 22ja ára aldur.

Gjöf Mormónsbókar

Ég ólst upp á tímabili breytinga í landi mínu. Hvíti minnihlutinn, sem Ian Smith var í forsvari fyrir, lýsti yfir sjálfstæði frá Bretlandi árið 1965. Það leiddi til refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna og varð upphafið að borgarastyrjöld sem varði til 1980, er markaði sjálfstæði Simbabve. Þegar ég lauk skólanum, flutti ég til borgar til að vinna og sótti enga kirkju í nokkur ár.

Dag einn var ég að leika við syni yfirmanns míns, sem voru sjö og níu ára gamlir. Þeir sögðu: „Veistu að faðir okkar er greinarforseti í kirkjunni okkar.“ Þeir útskýrðu hvað greinarforseti væri og ég sagði hugsunarlaust: „Faðir ykkar mun ekki fara til himins.“ Ég áttaði mig á að mér hafði orðið hræðilega á í messunni og hugsaði af örvæntingu hvað ég gæti sagt til að fá þá til að gleyma þessari athugasemd minni. Þegar þeir sáu föður sinn í lok dags, hlupu þeir að honum og endurtóku það sem ég hafði sagt. Ég hélt að ég yrði rekinn.

Yfirmaður minn hafði nokkru áður sýnt mér jakka frá tíma hans í hernum, sem bar þess merki að hann hefði drepið menn. Það var ástæða þessara orða minna. Hann spurði af mikilli yfirvegun af hverju ég hefði sagt þetta. Ég sagði: „Herra, manstu að þú sagðir mér að þú hefðir drepið menn í stríðinu? Í Biblíunni segir: ‚Þú skalt ekki morð fremja.‘“

Hann spurði í hvaða kirkju ég væri. Ég sagðist áður hafa sótt kaþólsku kirkjuna, en hefði ekki farið í kirkju í sjö ár. Hann sagði frá atvikum í Gamla testamentinu um stríð og hernaðarátök og gaf mér síðan eintak af Mormónsbók. Ég var svo ánægður að hafa ekki misst vinnuna.

Hann gaf mér Mormónsbók árið 1981, en ég hvorki las hana, né opnaði í tvö ár. Sunnudag einn leiddist mér þegar vinir mínir fóru úr borginni, svo ég tók upp bókina og fór á járnbrautastöð þar nærri til að lesa hana. Við lesturinn þennan dag, fann ég hvatningu til að láta gott af mér leiða, en það sem virkilega hreif við mér þegar leið á lesturinn, var 3. Nefí 11. Ég las um Nefítana, sem höfðu lifað af stríð og umrót og síðan er frelsarinn, Jesús Kristur, birtist þeim.

Landið mitt hafði tekist á við eigið stríð í 15 ár. Sumir þeir sem ég ólst upp með í þorpinu mínu, höfðu farið í stríðið og ekki komist lífs af. Aðrir voru örkumla fyrir lífstíð.

Þegar ég las um Nefítana, fannst mér sem frelsarinn Jesús Kristur, væri að tala til mín þegar hann sagði: „Rísið á fætur og komið til mín, svo að þér getið þrýst höndum yðar á síðu mína og einnig fundið naglaförin á höndum mínum og fótum, svo að þér megið vita, að ég er Guð Ísraels og Guð allrar jarðarinnar og hef verið deyddur fyrir syndir heimsins“ (3, Nefí 11:14).

Mér fannst sem hann ætti persónuleg samskipti við mig sjálfan, bjóðandi mér að koma til sín. Ég áttaði mig á að ég gæti gert þetta. Þetta breytti öllu.

Gjöf vitnisburðar

Það tók nokkra mánuði að öðlast hugrekki til að fara í kirkju. Ég vissi hvar kirkjan var, en það voru engir trúboðar í litlu greininni okkar. Í febrúar 1984 gekk ég inn í Kwekwe kapelluna. Ég vildi ganga út aftur. Ég vissi ekki hvort þetta væri fyrir mig, svo ég settist aftast, viðbúinn því að hlaupa út. Að lokinni inngangsathöfn, gaf Mike Allen, greinarforseti, vitnisburð sinn um frelsarann, Jesú Krist og Mormónsbók. Ég fann tengingu. Sá næsti í röðinni bar einnig vitni um frelsarann og Mormónsbók og einnig sá þriðji. Ég varð alsæll. Ég hafði ekki kjark til að fara upp í ræðustólinn, svo ég stóð bara upp þar sem ég sat og sagði: „Ég elska Jesú. Ég er að lesa Mormónsbók.“ Ég settist síðan aftur. Þetta var upphafið að vitnisburði mínum.

1. Legs with bare feet, 200 liter barrel being pushed along dirt road. Scene of Zimbabwe in background. 2. Legs walking off page. Pants and shoes suitable for church. African scene in bkgrd. _Spot: Elder Dube approx 22 yrs old bearing testimony from church benches.

Þessir vitnisburðir voru leið Drottins til að liðsinna mér, því þeir hjálpuðu mér að finna að ég ætti heima þarna. Mér fannst þetta vera bræður mínir og systur. Á komandi dögum bað ég fyrir þeim og að vel yrði tekið á móti mér. Ég hitti meðlimi sem voru afar vingjarnlegir og hjálpsamir.

Heilmikið gerðist þegar ég gekk inn í kapelluna þennan dag. Ég velti fyrir mér hvernig staðan væri, ef þessir meðlimir hefðu ekki gefið vitnisburði sína. Við vitum aldrei hvort einhver gæti átt í erfiðleikum. Þegar við stöndum upp og segjum það sem í okkur býr, gæti það verið nákvæmlega það sem einhver þarf að heyra.

Gefið vitnisburði ykkar oft. Þegar þið gerið það, styrkist þið sjálf og aðrir umhverfis. Lifið samkvæmt vitneskju ykkar. Þegar þið fylgið leiðsögn Mormónsbókar, munuð þið finna aukna nálægð frelsarans.

Sækist eftir nálægð frelsarans.

Sá tími sem ég varði í Loreto Roman trúboði kaþólikka, var upphafið að því að verða lærisveinn frelsarans, Jesú Krists. Frá þeim tíma hefur mér lærst að það er ferli að vera lærisveinn og að við þurfum að sækja fram, burt séð frá veikleikum og vanmætti okkar. Þegar við tökum á móti þessu boði: „Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn“ (Matteus 5:48), munum við þróast í átt að eilífu lífi, „orð á orð ofan og setning á setning ofan“ (sjá Kenning og sáttmálar 98:12).

Við vitum að vegurinn verður ekki alltaf greiðfær og að við munum upplifa sorg og sársauka á leið okkar, en að treysta Drottni er eina leiðin til að finna frið í þessu lífi.

Friðþæging frelsarans, Jesú Krists, er mér óendanlega mikilvæg. Ég veit að frelsarinn er að liðsinna okkur. Við þurfum að líta til hans, fylgja honum og lyfta öðrum, eins og hann liðsinnir og lyftir okkur.

Mér hefur lærst að það er ferli að vera lærisveinn og að við þurfum að sækja fram.

Myndskreyting eftir Greg Newbold