„Kókoshnetur og tíund,“ Barnavinur, nóv. 2023, 8–9.
Skrifað af ykkur
Kókoshnetur og tíund
Hæ! Ég heiti Avehei. Ég bý á Tahítí! Ég nýt þess að vera utandyra á eyjunni minni. Ég fer í göngutúra og syndi í ánum og sjónum. Ég nýt þess líka að gera ýmislegt með fjölskyldu minni. Mér finnst gaman að elda, spila borðspil og fara í göngur. Ég hef gaman að knattleikjum og að klifra í trjám með bróður mínum og frændum.
Í sumarfríinu vinn ég með bróður mínum í kókoshnetulundi. Við söfnum saman kókoshnetum og stöflum þeim upp. Við söfnum líka saman visnuðum laufum til að halda lundinum hreinum.
Langafi okkar borgar okkur þegar við vinnum í lundinum. Ég greiði alltaf tíund með peningunum sem ég fæ. Ég lærði af fjölskyldu minni og kennurum Barnafélagsins hvernig á að greiða tíund.
Ég greiði tíund af því að ég veit að ég og fjölskylda mín erum blessuð þegar ég hlýði. Ég er blessuð með fjölskyldu, húsi og fallegum heimi umhverfis mig.
Ég veit að Guð lifir og að hann elskar mig. Ég þakka himneskum föður fyrir fjölskylduna sem hann gaf mér.