2023
Kom, fylg mér – Verkefni
Nóvember 2023


Kom, fylg mér – Verkefni,“ Barnavinur, nóv. 2023, 10–11.

Kom, fylg mérVerkefni

Fyrir heimiliskvöld eða ritningarnám – eða bara til ánægju!

Jesús Kristur leiðir okkur

Fyrir Hebreabréfið 1–6

Ljósmynd
alt text

Myndskreyting: Katy Dockrill

Saga: Jesús Kristur „[leiðir okkur] til hjálpræðis“ (Hebreabréfið 2:10). Skipstjóri leiðir skip á sjó. Jesús getur líka leitt okkur til himins svo við getum dvalið hjá honum einhvern daginn!

Söngur: „Ver hjá mér hverja stund“ (Sálmar, nr. 31)

Verkefni: Teiknið mynd af báti á öldum. Skrifið síðan eða ræðið um það hvernig þið getið fylgt Jesú Kristi. Hvernig leiðir hann ykkur í lífi ykkar?

Trúarhetjur

Fyrir Hebreabréfið 7–13

Ljósmynd
alt text

Saga: Ritningarnar segja að trú sé að trúa einhverju sem þið fáið ekki séð (sjá Hebreabréfið 11:1). Hebreabréfið 11 segir sögur um marga sem höfðu trú. Að hafa trú á Jesú Krist veitir okkur frið og hugrekki.

Söngur: „Trú“ (Barnasöngbókin, 50)

Verkefni: Skiptist á við að velja ritningarvers um hetju í Hebreabréfinu 11. Allir hinir spyrja spurninga til að giska á hver hetjan er. Hvernig getið þið haft trú eins og fólkið í ritningunum?

Þjónusta

Fyrir Jakobsbréfið

Ljósmynd
alt text

Saga: Jakob postuli kenndi að við ættum að liðsinna þeim sem búa við neyð (sjá Jakobsbréfið 1:27). Hver þarfnast liðsinnis ykkar?

Söngur: „Þegar við hjálpum“ (Barnasöngbókin, 108b)

Verkefni: Farið í keppni! Setjið upphafs- og endalínu. Færið ykkur síðan að endalínunni með því að renna fótum ykkar áfram án þess að lyfta þeim. Sá sem vinnur keppnina velur einfalt þjónustuverk fyrir hópinn til að gera, eins og að senda einhverjum falleg skilaboð eða heimsækja einhvern sem er einmana.

Hjálp fyrir áa okkar

1. og 2. Pétursbréf

Ljósmynd
alt text

Saga: Áar okkar geta lært um fagnaðarerindið eftir að þeir deyja (sjá 1. Pétursbréf 4:6). Í musterinu getum við látið skírast fyrir þá og hjálpað þeim að fylgja Jesú Kristi!

Söngur: „Ættarskráin mín“ (Barnasöngbókin, 100)

Verkefni: Notið kubba eða sykurmola til að byggja musteri. Hvernig getið þið búið ykkur undir að fara í musterið?

Sýna elsku

Fyrir 1.–3. Jóhannesarbréf; Júdasarbréfið

Ljósmynd
alt text

Saga: Himneskur faðir elskar okkur öll! Jóhannes postuli kenndi okkur að elska líka aðra (sjá 1. Jóhannesarbréf 4:19, 21). Hvernig getið þið sýnt öðrum elsku?

Söngur: „Hvar ást er“ (Barnasöngbókin, 76)

Verkefni: Farið á síðu 12 til að föndra hjarta. Gefið síðan hjartað fólki sem þið elskið!

Prenta